Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1933, Qupperneq 11

Ægir - 01.03.1933, Qupperneq 11
ÆGIR 81 * Islenzkur skipstj. í Vesturheimi. Skipstjóri Magnús Magnusson, Win- chester Mass. U. S. A., hefur endrum og sinnum skrifað ritstjóra Ægis og hafa nokkrir útdrættir úr bréfum hans birzt í ritinu. Nú hefur borist bréf frá öðrum Vestur-lslending og fylgir því grein sú, sem hér fer á eftir. Það er ávallt gott, þegar dugnaðarmenn fá viðurkenningu einhverja íyrir vel unnin störf og eftir því sem skilja má af greininni, hafa út- lendingarnir tekið eftir framkomu Magn- úsar skipstjóra og viðurkennt hana op- inberlega í blöðum og látið hann finna að þeim skrifum fylgdi fleira. Hr. Magnús Magnússon er giftur Mar- íu, systur varðskipsforingja Friðriks Ól- afssonar. Skipsij. Magnús Magnússon kaupir togara. Þekking útlendinga á landi voru og þjóð, fer óðum vaxandi, og liggja til þess margar ástæður. Sögur vorar og bók- menntir, skilnaðurinn við Danmörku, Alþingishátiðin o. fl.', en ef til vill eiga búsettir lslendingar i öðrum löndum stærsta þáttinn í útbreiðslu lifandi þekk- ingar á íslandi og sögu þess. Sá sem þetta ritar hefur ferðast um dvalið lengur eða skemur i mörgum hinna íslenzku byggða bæði í Kanada og Bandaríkjunum og er sammála þeim sem álita að yfirleitt hafi framkoma ls- lendinga i Ameríku verið landinu til Qiikils sóma, en hvergi munu landar ^afa skarað eins greinilega fram úr öðr- UlQ þjóðum eins og hinir islenzku fiski- Qienn í Bosíod, sérstaklega þegar tekið er tillit til, hvað fámennir þeir eru. — Eru hér að eins tæpir 50 islenzkir sjó- ^enn, en þrátt fyrir örðugleika þá, sem samfara eru því að vera útlendingar, liafa um 30 þessara manna komist í skipstjóra- og stýrimannastöður á að eins örfáum árum, og ekki látið þar við sitja, heldur eru sumir þerra langhæztu afla- mennirnir í öllum togaraflotanum. Þessi grein er ekki skrifuð til að segja sögu allra þessara manna — og mun ég síð- ar senda Ægi nánari fréttir af sumum þeirra — heldur í virðingarskyni við þann þeirra, sem mest og bezt hefur skarað fram úr þeim öllum. Fyrir nokkru síðan kvisaðist það að skipstj. Magnús Magnússon væri að leggja í það stórræði, að kaupa togara á eigin spítur. — Þeir sem ekki þekktu mann- inn, töldu frétt þessa skraf eitt; aftur á móti vonuðu aðrir, að hér væri ekki um skröksögu að ræða. En hvað sem hver hélt, keypti Magnús skipið, bjó það út til veiða og lagði á haf út. — Síðan eru liðnar nokkrar vikur og hefur honum gengið ágætlega. — Skipið skýrði hann Heklu og er hún mikið og fagurt skip, 150 feta löng, 25 feta breið og gengur 12 mílur á timanum. Hún eréáragöm- ul og er virt á 120.000 dollara. — Ég hef átt tal við nokkra Bandarikjamenn, um þessi kaup og ber þeim mjögsaman við blöðin, að hér sé um óvenjulegan atburð að ræða. Dáðst þeir mjög að þessum unga íslendingi, sem lyrir fáum árum var fátækur og óþekktur útlend- ingur, en er nú kominn í röð hinna stærstu útgerðarmanna, en engin veit betur en þeir, sem þekkt hafa alla þá örðugleika, sem vor ungi landi hefur sigrast á undanfarin ár, hvað líkt það er hans islenzka eðli að leggja óhræddur i slíkt dirfskufyrirtæki á þessum erfiðu tímum. Magnús var barnungur þegar hann fyrst fór til sjós með Jóni Oddssyni; stundaði hann fiskiveiðar i nokkur ár frá Englandi, en fór svo i siglingar á

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.