Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1933, Síða 12

Ægir - 01.03.1933, Síða 12
82 ÆGIR millilandaskip — fyrst sem háseti og siðar sem stýrimaður. — Tuttugu og tveggja ára gamall lauk hann fullnaðar- skipstjóraprófi við Bandaríkjaskóla og hafði þá verið þriðji, annar og fyrsti stýrimaður á stórum flutninga og far- þegaskipum. Þótti slíkt vel af sér vikið af útlending, sem engan átti að nema traustið á sjáfum sér og viljann til þass að verða þjóð sinni til sóma. — En þótt Magnúsi stæði til boða skipstjórastaða á stórskipum, þá kaus hann heldur að hverfa aftur til fiskveiðanna og gerðist skipstjóri á kanadiskum togara »Rayon- d’or«, frá Canso Nova Scotia, og þótt ó- kunnugur væri öllum miðum þar nyrðra, komst hann brátt í tölu hinna beztu skipstjóra. Fimm árum síðar réðisthann á togarann Mills i Boston. Um þessar mundir beindist hugur út- gerðarmauna í Boston mjög að diesel- skipum, aðallega sökum ódýrari rekst- urskostnaðar, og var Magnús fenginn til að draga teikningar af og sjá um smíði á nokkrum slíkra skipa, fyrir The At- lantic & Pacific Fish Co. Gerðist hann hluthafi i tveimur þessara skipa og skip- stjóri á einu þeirra (Boston College), í desbr. 1928. — Aflaði hann slík ógrynni af fiski þann vetur, að handarisk blöð og timarit skrifuðu um hann og birtu myndir af þessum unga manni »from Iceland«. Árið 1930 gerðist Magnús framkvæmda- stjóri fyrir stærsta togarafélagi Banda- ríkjanna og vann hjá því félagi í eitt ár. Kom hann svo góðu lagi á útveg þess, að meðal ársafli félagsins hækkaði um mun þann tíma, sem hann var í þjón- uslu þess og hefur haldist svo siðan. Magnús er giftur Maríu dóttur ölafs Davíðssonar verzlunarstjóra frá ísafirði, eiga þau hjón tvær efnilegar dætur og húa í Winchester Mass. Heimili þeirra er stórt og myndarlegt og hina gömlu íslenzku gestrisni er þar að finna í rík- um mæli. — Megi hagur lands vors hækka með hverjum nýbornum landa og þjóð vor i framtíðinni eignast marga slika Magnúsa. Boston 7. jan. 1933. Einar Thorson. Skýrsla frá fiskifulltrúanum á Spáni. l’rolongation Urgell, 4—5, Barcelona 19. des. 1932. í blöðunum að heiman sé ég raddir um það að auka framleiðsluna, láta tog- araflotann ganga og fá erlendan gjald- eyrir og atvinnu í landið. Er þetta auðvitað rétt stefna og ekki nema von að mönnum gremjist að sjá framleiðslutækin ónotuð, en dugandi fólk sem ekkert vill frekar en vinna, standa auðum höndum. Pví miður er þetta vandræðamál ekki svo auðleyst, að úr því sé greitt, ef svo eða svo margir togarar fara út að veiða. Undanfarin ár höfum við aukið svofram- leiðsluna á saltfiski, að við erum nú á nálum út af því á hverju ári, hvort við getum selt alla framleiðsluna og þá hvar. En okkur eru nokkrar skorður settar við að nema nýja saltfiskmarkaði. Eftir- spurn eftir fiski er aðallega í löndum þeim, sem liggja í hitabeltinu og heitari hlula tempraða beltisins, Þó fiskur sé þar mikill víða, hafa þessi lönd ekki samgöngur til að flytja hann inn í land- ið til ibúanna, sem fjarri sjó lifa, meðan hann er nýr. En hinar erfiðu samgöng- ur gera alla flutninga mjög dýra.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.