Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1933, Side 13

Ægir - 01.03.1933, Side 13
ÆGIR 83 Okkur íslendinf’um dettur auðvitað ekki í hug að senda fisk kældan eða frystan. Mikil vandkvæði eru þó á því, að hægt sé að senda fisk langar leiðir í heitu loftslagi. Stafa þau fyrst og fremst af því hve fullkomið skipulag þarf að vera á slíkum flutningum. Hve lítið sein á bjátar er fiskurinn orðinn verðlaus af skemmdum. En loftslagið hefur venju- lega þau áhrif á menn, að því heitara sem er, því hirðulausari verða menn, og þola ver skipulagða vinnu. Erþaðskipu- lag sem þarf, hvergi til nema í Bretlandi og er þar talað mjög vel um freðfiskinn, sem sendur hefur verið fráíslandi í haust ^ar stendur þó sérstaklega á, því um helmingur af öllum fiski sem þar er seld- ur, fer í gegnum sérstakar búðir, sem þeir kalla Fish and Chips Shops. Er fiskur- inn verkaður þar, soðinn í feiti eða oliu, og seldur með steiktum kartöflum til neytendanna, sem stundum borða hann þar, en stundum fara með hann heim til sín. Þarna eru menn sem kunna vel til að matreiða fisk og hefur þessi að- ferð á sölunní aukið neyzluna mjög mik- ið. Búðir þessar og matsölustaðirnirþurfa ætíð að hafa fisk í kælirúmi til að geta fullnægt kröfum viðskiptamanna sinna, sem ekki sþyrja um það hvernig gæftir hafa verið undanfarna daga. Annarsstað- ar er þetla skipulag ekki til, og hús- mæðurnar kunna ekki að þíða fisk svo vel fari. 1 Þýzkalandi er mikill markað- ur fyrir fisk, en þar er svo fullkomið járnbrautarkerfi, að fiskur kemst umallt landið kældur og er frosinn fiskur því ekki keyptur, nema af matsölustöðum og ekki af þeiin nema þegar kældur fiskur er ófáanlegur. Þó ætti að vera hægt að fá mikinn markað í Mið-Evrópu með tímanum, en það mundi taka tíma að leggja rækt við hann. 1 heitu lönd- unum er ekkert slíkt skipulag til. Til heitu landanna hefur aftur verið flutt ógrynni af niðursoðnum fiski. Er það aðallega feitur fiskur, svo sem lax, síld, sardínur ogtúnfiskur. Heima þekkja allir norsku smásíldina, sem nú selst um allan heim, og áður hef ég getiAum sardinu-útflutning Porlúgals. Aðal-ókost- urinn við niðursoðnar matvörur, er það hve þungar þær eru í flutningum, mið- að við næringu þá, sem þær hafa að geyma. Saltaði fiskurinn, sem við þekkjum bezt, er að því leyti erfið markaðsvara, að i hita dregur saltið í sig raka, en hann er aftur lifsvon rotnunargerla og annara gerla sem eyðileggja fiskinn. Þol- ir fiskurinn því naumast flutning til heitra landa, jafnvel hve harður sem hann er, nema í lóðuðum sinkkössum. Eru þeir bæði dýrir og svo ónýtir, að hafa verður trékassa utan um þá. Svona umbúðir verða okkur nærri óbærilega dýrar, þó Norðmenn geti sent í þeim, enda hafa þeir unnið sér geysimikla markaði fyrir saltfisk sinn í Suður-Ame- ríku, Kúba og viðar. Til að geta náð mörkuðum í heitu löndunum, þar sem meginið af mann- kyninu býr, þurfum við að taka upp, eða vekja upp aðra verkunaraðferð, og senda þangað harðfisk. Harðfiskur, eða þurfiskur, sem aðrar þjóðir kalla, er talin aðalfæðan úr dýra- rikinu, sem neytt er í Kína, Japan og Indlandi. Þó er hann ekki útflutnings- vara, að verulegu leyli, nema frá Japan og Noregí. Þar sem saltfiskurinn skemm- Ist í hita, gerir hitinn harðfiskinum ekk- ert til, eftir að búið er að þurka hann. í stað þess að saltfiskurinn blotnar upp í hita, harðnar harðfiskurinn og vinnur ekkert á honum. Það er ekki vandfarið með hann, og þar sem hann hefur léttst um hér um bil */* við þurkunina, eru

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.