Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1933, Qupperneq 17

Ægir - 01.03.1933, Qupperneq 17
ÆGIR 87 Ar Sviþjóð Holland Belgia Pýzknl. ítalia Bandar. Afrika Alls 1913 1684 1135 733 7860 9558 1256 283 26.866 1920 1568 598 463 281 7875 614 89 14 956 1925 1502 682 495 2253 8805 1055 5292 21.440 1926 1818 613 438 2753 12725 1548 9622 30 907 1927 1632 579 637 3581 11642 1022 12023 32 636 1928 1580 696 599 3675 ' 12687 1110 14729 37.036 1929 1721 821 625 2652 13396 1358 15196 38.067 1930 1585 711 640 2613 10866 910 12964 31.822 1931 1621 547 454 1107 ’ 8741 1102 6954 21.752 1932 1235 422 386 373 9748 '711 11888 25.721 einstöku landi. Árið 1924 fluttist þangað nærri 17 þús. smálestir af harðfiski, en þar sýnist vera nokkuð stöðugur mark- aður fyrir 12—13 þús. smál., en inn- flutningurinn hefur verið það að meðal- tali siðan 1920. Er markaður þar fyrir stokkfisk, en einníg fyrir löngu, keilu og ýsu. Aftur á móti selst þar ekki ufsi, eða ráskertur íiskur. Þegar þess er gætt að að hér um bil tvöfalt meira fiskmagn fer í smálest af harðfiski, en smálest af saltflski, fá menn nokkra hugmynd um hvílíkur geysimarkaður er þar i landi fyrir þessa vöru. Samkvæmt innflutnings- skýrslunum itölsku, sem þó aldrei eru vel ábyggilegar, hafa Italir keypt harð- fisk fyrir frá 35 og upp i 77 milljónir gulllíra. Hafa Norðmenn setið einir að þeim markaði. Reiknað í gull-lírum, er saltiisks-innflutningur ttala tvöfalt meiri en harðfisk-innflutningurinn, flest ár, en sá er munurinn, að á saltfiskmarkaðin- um keppum við við fjölda landa, en á harðfiskmarkaðinum við Norðmenn eina. Kaupir Italía venjulega þriðjung til helm- ing af framleiðslu Norðmanna og hefur neyzlan aukist stórkostlega á síðustu ár- um. Árið 1900 var hún að eins 1800 smál. en komst upp i 13300 smálestir árið 1909. Skiftist aðalinnflutningurinn á 4 bæi: Messína, Genua, Venezía og Na- poli. Árið 1930 nam hann þessu í smá- lestum og eru bæirnir teknir isömuröð og áður: 2554, 2530, 2031 og 1702, en það ár var innflutningurinn mjög lítill, vegna lítillar framleiðslu i Noregi. Verð- ið var því það ár heldur hærra í ítaliu, en árið áður, þrátt fyrir það, að aðrar vörur féllu í verði. Bendir það til þess, að markaður sé nokkuð öruggur og að menn hætti ekki neyzlu, þó verðið verði hærra, en fyrir samsvarandi matvörur. Má segja að í Bandaríkjunum sé einnig ítalskur markaður, þvi meginið af þeim harðfiski, sem þangað flyzt er handa í- tölum þeim, sem þar búa, þó Sviar og Norðmenn muni kaupa eitthvað af hon- um. Það sem Norðmenn segjast flytja til Afríku, skiptist á mörg lönd, en fer að- allega til nýlendna Breta, þó eingöngu til vesturstrandarinnar. Annarsstaðar eru frumbyggjar venjulega mjög fátækir, þvi þeir sem kallast landsins herrar, hafa svift þá landi þeirra, en látið þá sjálfa vinna fyrir örlitlum daglaunum, .á landi feðra þeirra. Bretar hafa viðast lofað þeim að halda fullu frelsi, en stofnað til

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.