Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1933, Síða 19

Ægir - 01.03.1933, Síða 19
ÆGIR 89 arnir venjulega fáeina pakka í einu og selja þá á markaðinum. Vegna þess hve fátækir negrarnir eru þykir þeim hægast að kaupa smáan fisk, en einnig er hitt, að þegar búið er að bleyta hann upp, verður afgangurinn ónýtur. Þarsem pen- ingaverzlun er ekki þekkt, í norðurhluta landsins, er gjaldeyririnn pálmaolía, en magn það sem miðað er við er það stórt, að framleiðandinn á að fá stóran fisk fyrir. Er því þar nokkur eftirspurn eftir ufsa, sem þá þarf að vera sem stærstur. Hver pakki, sem fer til Afríku þarf að vega 45 kg. (100 ensk pund), en til Italíu 40 kg. Einhver norsk firma tóku upp á því að senda fiskinn 43 kg. pökk- um, og flugu þeir út, þvi þeir voru ó- dýrari, en stærri pakkarnir. En þegar smásalarnir gerðu upp viðskiptin eftir daginn, komust þeir að þeirri niðurstöðu að þeir höfðu tapað á verzluninni, þrátt fyrir ódýrari innkaup og sama söluverð á hverjum fiski og þeir höfðu áður haft. Botnuðu þeir ekkert í hvernig á þessu gæti staðið, því þeir eru litlir reiknings- menn. Kvörtuðu þeir sáran yfir svikum þessum og vöruðu sig lengi á eftir á pökkum með sömu merkjum, og taps- pakkarnir höfðu verið merktir. Varð þetta til þess, að aðalskrifstofan í Liver- pool, fór að heimta að fá að skoða fisk- inn áður en hann færi til Afríku, og verða öll óþekkt firma að sæta því. Vörugæðin eru þó ekki mikil, enda hef- ur fólkið ekki efni á að vera matvant. Enda þótt harðfiskurinn haldi sér nijög rnjög vel, hefur þó komist inn í hann bjalla ein eða fluga, sem grefur sig inn i hann og eyðileggur hann nóg til þess að ekki er hægt að geyma hann frá ári til árs i hitabeltinu. Mun fluga þessi koma frá Noregi, því hér á Spáni fylgir hún einnig fiskinum. Aðal-markaðirnir í Afríku auk Nigeriu, eru Gullströndin, Sierra Leona, Gambia, Kongó og Suð-Vestur-Afrika, sem Þjóð- verjar áttu áður. Þótti mér ekki taka að segja frá þeim öllum, en verzlunin mun vera svipuð í þeim öllum. Enn þá sýn- ist óunninn markaður í Norður- og Austur Afríku og eru þar þó mörg lönd fólksauðug, þar á meðal sjálft Gósen- landið. Eru þá ótalin löndin, sem hafa nærri helming allra ibúa jarðarinnar, Indland og Kína. Hvað sem um þessi lönd má segja, eru hér markaðir miklu nærtækari, þar sem eru Ítalía og Afrika. Hér á Spáni er lítill markaður fyrir harðfisk. Þó mun flytjast hingað um 100 smálestir. Er það Finnmerkur fiskur, verkaður fyrir Italíu, sem hér selst í Katalóniu. Eru það bæði Italir sem hér bífa, sem kaupa fiskinn, en einnig gamlir sjómenn, sem vanist hafa á að borða hann á hinum löngu siglingum í æsku þeirra. Er fiskurinn beinharður og ekki ásjálegur, enda er verkunin engin önnur, en að afhausa fiskinn og taka innan úr honum. Er svarta himnan skilin eftir og sundmag- inn). Síðan er fiskurinn skolaður úr sjó og hengdur upp. Vil ég þó ekki tala hér um verkunina, því grein kom um hana í Ægi fyrir nokkrum árum, og skýrt þar nákvæmlega frá hvernig henni væri hátt- að. Sýnist hún ódýr og einföld og ekki þarf dýr hús við hana, því-fiskurinn er hengdur í þaklausa hjalla. Er fiskurinn mjög bragðgóður og þykir mér og öðr- um hann fullt eins góður og saltfiskur. Til frekari samanburðar vil ég nefna verðið í Barcelona. Kostar harðfiskurinn 61 — 63 sh. pr. 100 kg. cif Barcelona. Er þá átt við italska verkun, stærðin 4—600 gr. Með Hollenskri verkun kostar hann 4 sh. meira hver 100 kg. Frá þessu verði gefa Norðmenn2—3% afsláttgegngreiðslu við framvísun farmskírteina. Saltfiskur

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.