Ægir - 01.04.1933, Side 5
ÆGIR
99
Heimkynni skarkolans.
Hatteras. Eins og kunnugt er, veiðist hann
bezt við Lofoten við Noreg, viðísland, og
New-Foundland við Norður-Ameríku. I
Norðanverðu Kyrrahafiernáskyltafbrigði.
Um heimkynni síldarinnar má segja
hér um bil sömu söguna. Það fellur
rnjög saman við heimkynni þorsksins, en
er þó enn þá stærra, því það nær enn
sunnar meðfram ströndum Evrópu, og
a hinn bóginn ná heimkynni hennar í
Kyrrahafmu bæði austar og vestar en
heimkynni þorsksins. Eins og kunnugt
er. ferðast hún meira miðsvæðis og við
yfirborð sjávar en þorskurinn, og geng-
Ur stundum upp í ár og vötn.
Heimkynni skarkolans í höfunum er
dálítið meira takmarkað, ekki sizt vegna
þess, að skarkolinn er grunnsævifiskur,
sem næstum einungis lifir á linum botni,
Einkum ber þess að geta, að í Atlants-
hafinu er skarkolinn einungis við aust-
urströndina, eða Evrópumegin, en ekki
við strendur Ameriku. Hann gengur ekki
heldur alla leið inn í Eystrasalts-botn
eins og þorskurinn og síldin, og í Kyrra-
hafinu er útbreiðslusvæðið minna, og
slitið i sundur í Beringssundinu.
Á. F.
Dr. Taauing hefur lánað blaðinu myndirnar.