Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1933, Side 6

Ægir - 01.04.1933, Side 6
100 ÆG 1 R Viðskifti íslendinga og Norðmanna. Norsku samningarnir. Undirritaðir, sem hafa til þess fullt um- boð rikisstjórna sinna, hafa orðið ásáttir um eftirfarandi samkomulag: 1. kafli. Fislriveiðahagsmunir íslendinga og Norðmanna. 1. gr. Hinar norsku síldarverksmiðjur, sem nú eru á íslandi, er heimilt að reka áfram. 2. gr. Auk þess, sem íslenzkum síldar- verksmiðjum er almennt heimilt að kaupa við og við nýja síld af erlendum fiski- skipum (að svo miklu leyti sem þetta getur samrýmst 3. gr. fiskiveiðalaganna), er norsku síldarverksmiðjunum, sem nefndar eru í 1. gr., heimilt að gera samninga, ergilda ákveðið sildveiðatíma- bil, við eins mörg erlend fiskiskip eins og þær kynnu að óska, um kaup á nýrri sild til bræðslu. Það síldarmagn, sem norsk verksmiðja tekur á móti samkvæmt slíkum samningum, að viðbættu þvi, sem verksmiðjan kynni að kaupa við og við frá erlendum iiskiskipum, má þó ekki samanlagt fara fram úr 60% afbræðslu- síld verksmiðjunnar á því sildveiðatíma- bili. 3. gr. Norskum síldveiðaskipum er heimilt að þurka og gera við veiðarfæri sín á Siglutjarðar- og Akureyrarhöfn. Meðan á því stendur skal skipið, sem í hlut á, liggja við akkeri eða festar, og hafa uppi merki, sem nánar verður á- kveðið. 4. Norskum sildveiðiskipum skal heim- ilt að fara með veiðarfæri sín i land og gera við þau á Akureyri og Siglufirði. Meðan á því stendur skal skip það, sem í hlut á, liggja við akkeri eða festar, og hafa uppi nánar ákveðið merki. 5. gr. Norskum fiskiskipum er heimilt að nota veiðibáta sína til flutninga og vatnstöku i Reykjavík, á ísafirði, Skaga- strönd, Siglufirði, Krossanesi, Akureyri, Raufarhöfn, Seyðisfirði, Eskifirði, í Vest- mannaeyjum og Hafnarfirði, en til vatns- töku þó því aðeins, að það komi ekki í bága við einkarétt til afhendingar vatns. 6. gr. Norskum fiskiskipum, sem af- henda ekki síld til söltunar í móðurskip eða í annað erlent skip, skal heimilt að. selja í land til söltunar alls 500 tunnur af reknetaskipi hverju og 700 tunnur af snurpinótaskipi. Fyrir norsk fiskiskip, sem uppfylla þetta skilyrði og hafa gert samning yfir síldveiðitímabil við síldarverksmiðju á íslandi, hækkar þessi tunnutala upp í 700 tunnur fyrir reknetaskip og 1200 tn. fyrir snurpinótaskip. Ef þessi söluheimild verður afnumin eða torvelduð með sérstökum lagaákvæð- um eða öðrum fyrirmælum yfirvalda, getur norska stjórnin, þrátt fyrir ákvæði 18. greinar, hvenær sem er, sagt upp samn- ingi þessum með 3 mánaða fyrirvara. 7. gr. Norskum fiskiskipum, sem ekki láta af hendi síld til söltunar i móður- skip eða annað erlent skip, og hafa gert samning yfir síldveiðitímabil við síldar- verksmiðju á íslandi, skal heimilt að búlka afla sinn og það, sem til útgerð- arinnar þarf, á höfnunum á Siglufirði og Akureyri. Hlutaðeigandi hafnarstjórn skal fyrirfram tilkynnt, að slík búlkun fari fram, og skipið, sem í hlut á, skal, með- an á verkun stendur, liggja við akkeri eða festar og hafa uppi nánar ákveðið merki. 8. gr. Norsk fiskiskip greiða afgreiðslu- gjald og vitagjald einungis þegar þau koma frá útlöndum.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.