Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1933, Side 9

Ægir - 01.04.1933, Side 9
ÆGIH 103 fengið það svar, að svo sé ekki, en hvers- vegna er þá verið að flagga með því í skipaskoðunarreglugerðinni, 63. gr. bls. 26, að bjargbátar eigi að hafa dragald, sem er hið fína orð yfir rekakker, drif- poka eða andþófsstjóra. Hver er munur á bjargbát hlöðnum fólki eða áttæring (opnum) hlöðnum fólki og fiski ? Hér er um hugsunarvillu að ræða, en þótt hún í fljótu bragði virðist lítilfjörleg, þá er hún nóg til þess, að láta íslenzka sjó- menn fá ástæðu til að hugsa ekkert um þetta bjargráð, en hvað getur það kostað ? Ég vil nefna veiðistöðina Grindavik, sem við flest hér sunnanlands könnumst við. Éaðan róa mörg skip, stór skip og sjó- borgir. Segjum nú, að þar séu allir á sjó og rjúki upp á norðan. Einhver mótor- inn hættir að ganga eins og klukka og þá er annað hvort gripið til segla eða ára. Nú virðist vonlitið að auðið verði að »slaga« og stormur er orðinn svo, að ekki tommar, þótt farið sé að berja, menn þreytast og dasast við árangurslaust strit, báturinn fer að liggja undir flöluogtaka sjó, þar til við ekkert verður ráðið. Þetta er sagan þar sem rekakker vantar. Sé það til og færi það, sem nota skal við það, er vanalega öðru vísi umhorfs. Undir eins og mótor hættir að ganga eða bilar, skal koma rekakkerinu út, ganga vel frá kaðlinum þar sem hann er festur við stefni skipsins og vefja ein- hverju um hann, svo ekki nuggist í sund- ur; mun þá rekakkerið halda stefni upp i vind og sjó og verður þá aðstaða öll betri, sé þess nokkur kostur að gera við uiótorinn og svo er eitt, sem verður að athuga vel. Sé báts saknað, sem vitað er um, að hafi rekakker og formanni treyst til þess að vilja nota það, þá verður leit að slíkum bát miklu öruggari, helduren að þeim, sem rekur út á hlið án hemils og þar af leiðandi má formaður sá, sem notar rekakker búast við, að honum og mönnum hans verði fyr komið til hjálp- ar, en þeim, sem enginn veit um, hve hart rekur eða hvert. Að öllum líkindum eykst smábátaút- gerð hér í Reykjavik þegar bátahöfnin er fullger og stunda þá bátar af ýmsum stærðum, veiðar héðan, en frekar má það teljast langræði þegar siglt er í 4 klukkustundir til að komast á fiskimið- in, eða 26—30 sjómílur á haf út. Ættu menn vandlega að íhuga hvað það er í skammdeginu að fara þá vegalengd und- an landi og flestum mun detta í hug, að einhverja varúð verði að hafa á dagleg- um sjóferðum, þegar svo langt er farið, einkum þegar við hugsum um það, að t. d. á yfirstandandi vertið, eru til 1. april, farnir yfir 30 menn í sjóinn, þ. e. einn maður drukknar þriðja hvern dag. Það ber nú ekki eins mikið á drukknunum, þegar líður nokkuð milli þess að bátar með 4—5 mönnum farast eða einn og einn maður drukknar með nokkurra daga millibili eins og færist togari með 25—30 mönnum. Þá rísa upp þessar stóru loftbólur, sem við þekkjum öll, á- hugi fyrir björgunarmálum og ég veit ekki hvað, enda ekki gott að átta sig á hver meiningin er þegar bólurnar og á- huginn er hjaðnað, áður en auðið er að snúa sér við. Fiestir þeir, sem blöðin lesa, munu hafa tekið eftir því, að allt það, sem erlend blöð segja islenzku þjóðinni til hróss, það er birt, og þó er lofið oft ekkert annað en fáar linur, sem eru fremur nokkurskonar þakkarávarp, frá einstökum mönnum, til einstakra manna fyrir auðsýnda gestrisni og stjan, heldur en lof um þjóðina, en allt er hirtogþað sýnir að við viljum auka hróður okkar, svo við verðum miklir menn i annara augum. Kæmi nú hingað ferðamaður, sem hefði

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.