Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1933, Page 10

Ægir - 01.04.1933, Page 10
ÍÖ4 ÆGIR vit á og áhuga fyrir búnaði skipa, tæki upp vasabók sina og skrifaði sér til minnis það, sem hann teldi vanta tíl ör- yggis í báta, sem stunda eiga sjó við Is- landsstrendur í svartasta skammdeginu og ritaði grein um það í blöð, er hann kæmi heim. Skyldu blöðin fara að birta hana hér ? Þó væri birting slikrar greinar miklu gagnlegri fyrir þjóð vora, heldur en grein eftir einhvern, t. d. þýzkan stúdent, sem hér hefur ferðast, að mestu endurgjalds- laust, allt sumarið, þar sem hann hælir öllu og telur allt fullkomið, og hrósið veröur magnaðra, ef hann ætlar að koma næsta sumar og ferðast á sama hátt. Hvað er hér gert til þess að hamla þvi, að menn falli út af bátum, og þó eru dæmin orðin svo mörg, sem sýna, að eitthvað verður að gera; jú, segja menn, eitthvað verður að gera, og svo ekki við söguna meir. Þegar áhugaból- urnar á kæruleysistjörninni verða stærst- ar, þá er kosin nefnd og húnáaðstinga í bólurnar svo þær hjaðni sem fyrst og yfirborð tjarnarinnar verði sem spegill. í dag er stór dagur; það er 6. apríl, þegar Island er iekið inn í alþjóðabanda- lag, sem stojnað er iil þess að vernda líj sjómanna. /Internalinal konvention, 31. maí 1929]. Þetta er fallegl á pappírnum og nú eiga Islendingar að sýna alþjóða- bandalaginu, hvað þeir meintu, þegar upptöku var beiðst, því til framfara hlýt- ur það að miða, og ýmsir munu nú koma fram með sínar tillögur, sem miða að öryggi á sjó, því nú verða það ekki lengur einstakir menn, sem eru að hringla með þetta mál, og fáum hefur dottið í hug að leggja lið í fjórðung aldar, með því að taka undir og sýna eitthvert fylgi, þótt að eins væri á pappírnum; það verða aðrar þjóðir, sem hafa augun með okkur, og nú er tækifæri til að gera meira en sýnast, því með áhuga og góðum vilja, má laga margt hér, að eins séu menn samtaka. »SIysavarnarféIag íslands« verður nú að taka að sér þá forustu, sem á kom- andi árum mun efla veg þess, á marga vegu. Félagið fer að verða öflugt og það sem frá því fer og kemst meðal almennings, t. d. skýrslan, því er veitt eftirtekt, fer víða, er lesið á fundum ogþaðsem mest er í varið, kvennfólkið sér það, og veitir því athygli, og svo hefur oft reynzt að það fylgir málefnum miklu betur fram en karlþjóðin og hefur leitt margt málið til sigurs. Það má telja víst að mörgum konum, dætrum eða unnustum sjómanna í Slysa- varnarfélagsdeildum, kæmi það vel að geta lesið ýms góð ráð, um öryggi manna á sjóferðum, í skýrslunni, haft það sem fundarefni og hvatt sína nánustu til að fara að þeim góðu ráðum, því það þarf engu síður að gera sitt ítrasta til að bjarga mönnum á reginhafi ogíróðrum, en að taka á móti fólki, sem í hafsnauð er uppi í klettum og þá fyrst er nafnið »Slysavarnarfálag« rétt, þegar það reyn- ir að vinna þannig, að slysin verði sem fæst og allt sé gert sem auðið er til þess að varna því að slys verði jafntogreynt er að koma nauðstöddum til liðs, ejtir að slgsið er orðið, enda má telja það víst, að sú sameiginlega starfsemi áorki miklu, þegar til lengdar lætur og að á- rangur komi fljótt f ljós. Sumir munu segja, að Slysavarnarfé- laginu komi þetta atriði, sem hér var nefnt, ekkert við, það eigi að eins að bjarga mönnum eftir að slys er orðið, skip brotið, föt farin og atvinna um tíma töpuð. Sem betur fer, líður stundum langt á milli að skip strandar og flest- um mundi koma það bezt, að skipströnd-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.