Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1933, Blaðsíða 11

Ægir - 01.04.1933, Blaðsíða 11
ÆGIR 105 um fækkaði sem mest, en til þess að svo verði, er enginn félagsskapur öflugri en Slysavarnarfélagið og deildir þess, sér- staklega kvennadeildir þess. Augu manna eru opin fyrir hvað það lekur sér fyrir hendur og styrkur frá því oþinbera ætti fremur að vaxa en rýrna, þegar farið er að vinna gegn daglegum slysum á sjó, sem oft og einatt koma af fyrirhyggju- leysi og þekkingarskorti þeirra, sem segja fyrir verkum á skipsfjöl. Þótt svo væri ákveðið, að skýrsla sú, sem Slysavarnarfélagið gefur út, eigi að vera upptalningar á slysum, aðalreikn- ingar o. s. frv., þá ætti þó að geta orð- ið rúm, sem svarar hálfri örk, til leið- beininga um varnir gegn slysum á sjó, og öðru er miðar að því að fækka manna- missi; er slíkt efni í fundahöld og væri í það minnsta kvennadeildunum kær- komið efni til að ræða á fundum og tími til kominn, að þær kynnist sumu á sjó- ferðum hér. Félagið er auk þess svo vel statt, að því yrði aldrei neitað um rúm í blöðunum, þegar það vildi benda á eítthvað til þrifa og það myndi það oft fá tækifæri til — og starfsemin héldi á- fram jafnt og þétt þótt það væri ekki kallað til skipstranda 1 eða 2 ár og menn færu að stinga saman nefjum og sP}'rja: »Hvað hefur Slysavarnafélagið að gera ?« því þá verður engin loftbóla sýnileg. í dag gengur ísland i alþjóðabanda- iagið, en enginn er farinn að flagga, þótt nokkuð sé áliðið dags, enda munu fæst- lr vita fyrir hverju á að flagga; jú,sum- lr hafa heyrt talað um hleðslumerki eða eitthvað líkt. Það er um hleðslumerki og miklu meira, sem alþjóðabandalagið hef- ur hugsað um til öryggis manna á sjó °g hvatamenn þess félagsskapar eru ekki sofandi menn og ætlast til að þeir, sem mntöku fá í félagsskapinn, séu einnig vakandi og leggi sig fram. líg vil að endingu skýra frá því, að öll skrif um bjargráð, sem birst hafa í Ægi síðustu 20 árin, eiga rót sína að rekja til 2. gr. b-lið í lögum Fiskifélags íslands. Þau skrif hafa reynzt árangurs- lítil og ekki megnað að vekja menn til íhugunar; aðrir, sem betri aðstöðu hafa, verða að taka við, því ekki veitir af, ef upptakan í bandalagið á að auka veg okkar og virðingu meðal erlendra þjóða. Það má enginn skilja þessa bendingu til Slysavarnafélagsins svo, að á nokkurn veg sé ætlast til, að Skipaskoðun ríkis- ins sé liður í verkahring þess, því það mun hvergi vera um heim allan, en eng- inn getur sem það, brýnt fyrir sjómönn- um ýms ráð til að forðast slysin, sé þess kostur og fá forustumenn á sjó- ferðum til þess að gleyma því aldrei að það eru fleiri en þeir sjálfir, sem taka á tillit til á skipinu. Þótt ekki væri varið meira rúmi, en sem svarar hálfri örk í skýrslu Slysa- varnafélagsins árlega, til góðra ráða og aðvarana gegn slysum á sjó, þá væri þegar mikið unnið. Við erum svo fá- menn þjóð, að ýmislegt verður að sam- eina og ekkert getur aukið meira veg og virðingu félagsins, en, að það reyni að vinna gegn þvi, að sjóslys verði og geri sitt ýtrasta til að bjarga nauðstöddum sjómönnum þegar skip stranda. Rekakker kosta um 16 til 20 kr. Öryggislínur, væru þær útbúnar sem slikar, eitthvað líkt, og sá siður ætti að komast á, að formenn á trillubátum festu lóðabelgjum með hæfilegu millibili, við borðstokka báðum megin á bátnum, svo flyti, ef fyllti og færi síður af kjöl; ætti að gera þetta í hvert skipti, sem opnir bátar eru á leið út á fiskimið eða frá þeim til lands, sé nokkuð að veðri. í beituferðum (skelfiskur) ætti aldrei að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.