Ægir - 01.04.1933, Side 17
ÆGIR
111
hér sé ekki langt gengið í lýðræðisáttina,
er þó nú til í landinu stofnun, sem tek-
ið gæti við stjórn, ef einveldinn forfall-
aðist, og hindrað þannig byltingar.
Virðingarfyllst.
Helgi Briem.
Auglýsing
um hleðslumerki skipa.
Með því að Island hefir gengið að al-
þjóðasamþykkt, gerðri i London þann 5.
júli 1930, um hleðslumerki skipa, sem
gekk í gildi 1. janúar þ. á., kunngjörist
hér með, að öll íslenzk skip, sem eru
í förum milli landa, skulu vera með
hleðslumerkjum og hafa alþjóða hleðslu-
merkjaskírteini samkvæmt téðri alþjóða-
samþykkt.
Undanskilin þessum ákvæðum eru skip,
sem eru undir 150 rúmlestum og skip,
án tillits til stærðar, sem eingöngu eru
notuð til fiskveiða, ennfremur skemmti-
skip og skip, sem notuð eru til annars
en til flutnings á fólki og vörum.
Millilandaferð er talin ferð frá ríki,
sem undirritað hefir greinda hleðslu-
merkjasamþykkt, til hafnar í öðru riki
eða gagnkvæmt.
Gömul skip, — þ. e. skip, sem kjölur
er lagður að fyrir 1. júlí 1932 — sem
eru með hleðslumerkjum samkvæmt þá-
gildandi ákvæðum, mega halda þeim.
Skip þessi verða þó að fullnægja hleðslu-
merkjasamþykktinni í aðalatriðum. Sama
er um einstök atriði hennar eftir þvi sem
telja má sanngjarnt og gjörlegt fyrir skip-
,n að fullnægja þeim,með þvi fyrirkomu-
isgi, áhðldum og útbúnaði, sem í slcip-
unum er til þess að verja dyr og önn-
ur op sjó, sem og um skjólborð og hand-
rið, austurop og aðgang að híbýlum
skipshafnar.
í stað hleðslumerkjaskirteinis, sem áður
hefir verið gefið út fyrir skip, skal útvega
skipinu alþjóða hleðslumerkjaskírteini.
Alþjóða hleðslumerkjaskírteini fellur
úr- gildi:
a. ef gerðar eru verulegar breytingar
á bol skips eða reisn, sem hafa á-
hrif á útreikning hleðslumerkis.
b. ef ekki er haldið við fyrirkomulagi
og útbúnaði á:
1; vernd opa fyrir sjógangi,
2. skjólborðum og handriðum,
3. austuropum og
4. aðgangi að híbýlum skipverja,
þannig að þetta sé í fullnægjandi lagi
eins og þá er hleðslumerkjaskírteinið var
gefið út.
Ráðuneytið hefir fyrst um sinn falið
skipseftirliti danska ríkisins að annasl
mælingu og merkingu þeirra skipa, sem
samkvæmt nefndum samningi eiga að
hafa hleðslumerki, svo og útgáfu alþjóða
hleðslumerkjaskirteina handa þeim.
•Beiðni um alþjóða hleðslumerkjaskír-
teini skal senda til »Statens Skibstilsyn«
í Kaupmannahöfn. Nú er skipið flokkað
i einhverjn af flokkunarfélögunum :
1. British Corporatíon Register of Shipp-
ing and Aircraft.
2. Bureau Veritas.
3. Germanischer Lloyd.
4. Lloyds Register of Shipping eða
5. Det norske Veritas,
og má þá senda beiðnina til hlutaðeig-
andi flokkunarfélags með þvi að sam-
komulag er milli dönsku stjórnarinnar
og nefndra flokkunarfélaga um þessi mál.
Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið,
15. marz 1933.
Magnús Guðmundsson.
Vigfús Einarsson.