Ægir - 01.04.1933, Side 22
116
ÆGIR
Göngur þorsksins
að Færeyjum.
Færeyskur maður, S. T. Hansen að
nafni, skrifar grein i »Tingakrossur« 32,
árg. nr. 12, um afla- og fiskileysisár við
Færeyjar og sýnir hvernig skipting þeirra
hefur verið síðan árið 1857. Sjálfur byrj-
aði liann að stunda róðra 15 ára gam-
all og heyrði til gömlu mannanna, þeg-
ar þeir voru að segja frá fiskileysisárun-
um 1867—1870. Hið mesta aflaár við
eyjarnar, var áríð 1875 og árin frá 1870
til þess árs, voru sæmileg, en svo kom
tímabilið 1876—1895 eða 19, þegar ekk-
ert ár gat heitið gott ár, allan þann tíma.
Einnig hefur greinarhöfundurinn fengið
upplýsingar um, að frá árinu 1836 til
1856, eða í 20 ár, hafi fiskur ekki gehg-
ið upp á grunnið nema lítið eitt ein-
staka ár, en góðfiski aldrei verið. Gaml-
ir og greindir menn á Færeyjum, full-
yrða, að frá þvi þeir muna fyrst eftir
íér, hafi þrisvar sinnum komið fyrir, um
20 ára tímabil, á hverjum voru 6—7
aflaár, en 13—14 fiskileysisár. Aflaár voru
frá 1870—1875 og voru þau samfeld,
sömuleiðis árin 1912—1919. Virðist svo,
að 18. hvert ár komi mikil flskiganga til
Færejrja og hefur að likindum gerl það
öld eftir öld, og hvernig er þetta ekki
frá 1710 — 1920; einkennilegast má það
heita, að þegar mestu fiskigöngur hafa
verið við eyjarnar, hverfur þorskurinu
skyndilega og kemur varla að eyjunum
í 12 — 14 ár. Eftir því sem næst verður
komist, skiptist hver öld í fimm tímabil
eða um 20 ár og á hverju tímabili eru
6—7 aflaár, hitt fiskileysisár.
Þetta má sýna með hreinum tölum,
teknum úr bók Anton Degns: »Fiski-
veiðar og einokunarverzlunin á Færeyj-
um 1710—1856, sem sýnir hvað Færeyj-
ingar hafa lagt inn í verzlunina af hert-
um, ráskornum þorski.
Tekið meðaltal áranna:
Á 5 árum . . 1710—14 innl. á ári 59000 pd.
— 13 — . . . 1715-27 — — — 5400
— 3 — . . . 1728—30 — — - 21000 —
— 17 — . . . 1729-46 — - — 6400 —
— 5 — . . . 1747-51 — — — 150000 —
— 13 — . . . 1752-64 — — — 22000 —
— 4 — . . . 1765-68 — — - 44000 —
- 18 — . . . 1769-87 - — - 12000 —
— 9 - . . . 1788-96 — - - 75000 —
— 18 — . . . 1797—1814 — — - 26000 —
— 6 — . . . o. s. frv. 1815-1820 — — - 117000 —
Þessar tölur sýna að þorskurinn kem-
ur til eyjanna eftir nokkurnveginn föst-
um reglum og er sá að öllu jöfnu 6—8
ára gamall, sem veiðst hefur á aflaárun-
um, en hvar er hann og hvert fer hann
allaleysisárin hér? Þetta vita menn ekki
og lítið hefur verið merkt af þorski við
eyjarnar og sárfáir eða jafnvel engin á
því tímabili, sem uokkur fiskiganga að
ráði hefur verið hér, nema að árið í
fyrra megi reiknast til þeirra, en nú og
á næstu árum, búast menn við aflaár-
um, allt lil ársins 1939 og ætti þá að
merkja um 1000 fiska árlega í 5 — 6 ár.
Væru þ'eir svo veiddir einhversstaðar
annarsstaðar, fengist máske ráðning á
þeirri gátu, hvert sá þorskur , fari og
hvaðan hann komi, sem heimsækir Fær-
eyjar 30—35 sinnum á hverri öld.
Lauslega pýtt.
Gunnar M. Hafstein
fyrverandi bankastjóri,
andaðist að heimili sínu hér í bæ, á
sumardaginn fyrsta (20. apríl).