Ægir - 01.04.1933, Qupperneq 26
120
ÆGIR
á höfnina, og ber þvi að fava mjög gæti-
lega þessa leið. Flakið mun verða tekið
burt hið fyrsta.
5. Þegar mikillsjór er í F’axaíiöa,
brýtur bæði á Syðra- og Vestrahrauni.
Sjómenn eru því varaðir við að leggja
leið sína yfir hraunin í vestanáttum, ef
mikið er í sjó. Skipum, sem fara milli
Snæfellsness og Inn-flóans (Reykjavikur
eða Ilafnarfjarðar), er þess vegna ráðlagl
að leita fyrst Garðskaga i vestan storm-
um og dimmviðrum. í þessari átt setur
straumurinn einnig norður og inn í fló-
ann. Th. Krabbe.
„Skúli fógeti1' R. E. 144.
Á ferð frá Selvogsbanka til Reykjavík-
ur, strandaði þetta skip kl. milli 12 og
1, aðfaranótt bins 10. apríl, fyrír vestan
Staðarhverfi í Grindavik.
Slysavarnafélagsdeildinni þar, tókst að
bjarga 24 mönnum, en 13 tók sjórinn,
áður en björgunartilraunir hófust, og
meðal þeirra var skipstjórinn, Þorsteinn
Þorsteinsson, ættaður frá Meiðastöðum í
Garði.
Retta er 11. íslenzki togarinn, sem
strandar eða hverfur, síðan 1925, en á
17 íslenzkum togurum hefur sjórinn unn-
ið síðan árið 1908.
Slyss þessa verður nánara getið í næsta
hefti »Ægis«.
Hinn 24. marz, voru farnir í sjóinn
síðan um nýár..............28 menn
með m.b. »Páll«.............4 —
með »Skúla fógeta« .... 13 —
Alls 45 menn.
„ÆGIR“
óskar öllum lesendum sínum
Gleðilegs sumars!
Færeyjaskipin.
Þau lögðu mánuði fyr af stað til veiða
við suðurströnd íslands, en þeirra er
siður og er það einkum hið góða verðá
fiski, sem kom þeim til að leggja svo
snemma út. Tíðin hefur oft verið óhag-
stæð, stormar og hríðir og sjaldan stillt
veður, það sem af er vertíð.
FæreyÍDgar hafa misst tvö skip við á-
rekstra á yfirstandandi vertíð, hér við
land, en við þau slys varð þó enginn
mannskaði, en atvinnumissir mikill hjá
þeim, sem á skipunum voru, því flest
færejrsk skip munu nú stunda veiðar og
hvarvetna fullráðið.
cJlacjir
a monthly review oj the fisheries and fish
trade oj Iceland.
Publislied by: Fiskijélag íslands (The
Fisheries Associaiion of Iceland) Reykjavík.
Iiesults oj the Icelandic Codfisheries
jrom tlie beginning oj tlieyear 1933 iolhe
15th of April, calculaled in Jully cured
slate:
Large Cod 26.827, Small Cod 6.977,
Haddock 102, Sailhe 2í9, totat 3>i.l55 tons.
Ritstjóri: Sveinbjörn Egilson.
Ríkisprentsmiöjan Gutenberg: