Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1933, Page 5

Ægir - 01.10.1933, Page 5
ÆGIR 235 meira en nú er, var það oft venja, einn- ig hér á landi, að nota dýptarlóðið til þess að leita að sild. Því var sökkt til botns í snæri, alveg eins og verið væri að mæla dýpi, og gat þá vaðglöggur maður, sem í færið hélt, fundið hvort síld hreyfðist við lóðið. Svo mikil var meira að segja nákvæmni sumra manna eftir sögn, að þeir gátu fundið mun á síldar- og upsatorfum, og hagað sér eftir því með lögnina á netunum. Nú eru menn farnir að hætta því, að stika dýpi með lóði, a. m. k. á mörg- um stærri skipum. 1 stað djúpsökkunn- ar er nú, eins og kunnugt er, bergmáls- dýptarmælirinn óðfluga að ryðja sér til rúms. í botni skipsins er þynna, sem hægt er að láta sveiflast eftir vild. Þeg- ar þynnan sveiflast, myndast lóðrélt bylgjuhreyfing í sjónum, bylgjurnar ber- ast dýpra og dýpra, unz hún nemur við botn, þaðan endurkastast liún eins og bergmál upp að þynnunni í botni skips- ins á ný. Bylgjan fer með þekktum hraða (sama hraða og hljóðið, hún er eiginlega hljóðbylgja), og má því hæglega reikna út hve djúpt er, eftir því hve langur tími liður frá því þynnan var lálin sveifl- ast, og þangað til hún sveiflast í annað sinn af völdum bergmálsbylgjunnar. Á slíkum útreikningum þarf þó ekki að halda, því í skipinu er mælir með strik- um, sem tákna dýpið, mælt í metrum, en þegar dýpið er mælt, kemur fram glögg Ijósræma við það strik á mælinum, sem segir til um það, hve margir metr- ar séu í botn. f*að er nú spurning, hvort þessi ný- tizku dýptarmælir geti einnig tekið að sér það aukahlutverk, sem botnsökkunni var áður hægt að fela, sem sé að finna sild. Enskar rannsóknir svara þessu með jái. Einmitt vegna þess, hvað síldin fer ttiikið í torfum, og bvað torfurnar eru oft þéttar, má svo að orði kveða, að þær myndi botn í djúpinu miðju, svo gamla islenzka orðið tuibgtna, gæti fengið hér nýja merkingu. Sé stór sildarlorfa beint undir skipinu þegar dýpi er mælt með bergmáls-dýpt- armæli, endurkastast þær bylgjur, sem þynnan kemur af stað, fyrst frá sildar- torfunni til þynnunnar, og sýnir þá dýpi það, sem torfan er i, en nokkuð af bylgju- hreyfingunni — mismunandi mikið, eft- ir því hvað torfan er þétt, — heldur á- fram til botns, endurkastast þaðan og sýna þannig dýpið. Sé síid undir skip- inu, kemur þá fyrst fram á mælinum ljósræma við það strik, sem segir til um það, í hvaða dýpi sildartorfan er, og þvi næst önnur ljósræma, augnabliki seinna er sýnir dýpið. Á þennan hátt má fyrst og fremst finna, hvort sild er undir skipinu. í öðru lagi má fara allnærri um það, hvort torf- an er þétt, því eftir þéttleika hennar fer styrkleiki Ijósræmu þeirrar, sem torfan kemur til leiðar á talnaborði mælisins, og loks má komast að raun um hvað torfan er stór, með því að mæla yfir hversu stórt svæði hún nær. Með end- urteknum mælingum mætti sjálfsagt einn- ig komast fyrir um það hvort torfan er á hreyfingu, og f hvaða stefnu. Enda þótt ekki sé hægt að gera mæl- ingar sem þessar nema með allra ná- kvæmustu mælum, má þó ugglaust gera sér góðar vonir um aðferð þessa til þess að finna með sild. Síldin er slík dutt- lungaskepna, að eigi er ráðlegt að láta nokkurs þess ófreistað, sem að gagni getur komið við að finna hana. Vonandi er sá tími ekki allfjarri að taka megi þessa veiði eins og aðrar föstum, skyn- samlegum tökum. Ef skipulagðar visinda- legar rannsóknir og nýtizkutæki eru ann- ars vegar, en skilningur og áhugi fiski-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.