Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2009, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.08.2009, Blaðsíða 8
8 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 12. Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki 12. Unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðár- króki, sem haldið var um verslunarmanna- helgina, var slitið með einkar glæsilegri flugeldasýningu. Áhorfendur, sem fjöl- menntu, skemmtu sér hið besta. Mótinu var slitið með formlegum hætti á sunnudagskvöldinu, en það þótti tak- ast mjög vel og var mótshöldurum til mikils sóma. Keppendur á mótinu voru rúmlega 1500 og er talið að gestir hafi verið 10–12 þúsund. Rífandi stemning var á mótinu. Þar öttu kappi unglingar í hin- um ýmsu íþróttagreinum, en keppendur hafa aldrei verið fleiri. Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, voru viðstödd setn- ingarathöfn Unglingalandsmótsins. Þau fylgdust síðan með keppni á laugardeg- inum og heilsuðu upp á keppendur. Það var mótshöldurum mikill heiður og ánægja að forsetahjónin skyldu gefa sér tíma til þess að vera með keppendum og gestum á Unglingalandsmótinu. Rífandi stemning á Sauðárkróki

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.