Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2009, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.08.2009, Blaðsíða 12
12 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Ungmennafélag Íslands starfsrækti í sumar frjálsíþróttaskóla á nokkrum stöðum á landinu. Framan af sumri voru skólar starfræktir í Borgarnesi og á Laugum í Þingeyjarsýslu og síðan í Þorlákshöfn, á Sauðárkróki, Egilsstöðum og á Höfn í Hornafirði. Aðsókn að skólunum var mjög góð og sóttu t.d. um 40 krakkar frjáls- íþróttaskólann í Borgarnesi. Þetta var annað sumarið í röð sem frjálsíþróttaskólinn starfar, en hann er starfræktur í samvinnu við Frjálsíþrótta- samband Íslands. Skólinn hóf göngu sína í fyrra og fékk strax góðar undirtektir. Hann er fyrir ungmenni 11–18 ára. Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari heimsótti skólana í sumar og segir það heiður fyrir sig og frábært tækifæri að fá að hitta krakkana og miðla þeim af reynslu sinni. Litið er á frjálsíþróttaskól- ann sem góðan undirbúning fyrir þátt- töku á Unglingalandsmóti. Hinn kunni frjálsíþróttamaður og þjálf- ari, Ólafur Guðmundsson, var leiðbein- andi í skólanum í Þorlákshöfn, en þar voru alls 15 krakkar sem komu víða að. Fimm krakkar komu úr Árbænum í Reykja- vík og sami fjöldi úr Grímsnesinu. „Þetta gekk alveg ljómandi vel, krakk- arnir voru mjög áhugasamir og sýndu miklar framfarir. Ég er viss um að skólinn á bara eftir að stækka og eflast í framtíð- Frjálsíþróttaskóli UMFÍ – á bara eftir að eflast og stækka í framtíðinni inni. Þetta er alveg frábært framtak af hálfu UMFÍ. Vikan er búin að vera mjög skemmtileg hjá krökkunum, en veðrið hefur verið einstaklega gott,“ sagði Ólafur Guðmundsson. Efst: Krakkar í frjálsíþróttaskólanum í Borgarnesi. Miðja: Hreinn Halldórsson kúluvarpari leiðbeinir krökkum á Egilsstöðum. Neðst: Krakkar í frjálsíþróttaskólanum í Þorlákshöfn ásamt Ólafi Guðmundssyni þjálfara.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.