Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2009, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.08.2009, Blaðsíða 30
30 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, FÁÍA, hélt sína árlegu púttkeppni 9. sept- ember sl., en þátttakendur voru 60 ára og eldri. Mótið fór fram á púttvellinum við Gullsmára og voru leiknar alls 36 holur. Hvert félagsheimili eða aðrir staðir, þar sem aldraðir æfa pútt, voru velkomnir og mátti hvert félagsheimili senda fjóra pútt- spilara. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Einbeiting keppenda leyndi sér ekki á mótinu og sáust oft glæsileg tilþrif. Þarna kepptu margir sem kunna ýmislegt fyrir sér, en alls voru 32 keppendur skráðir til leiks. „Áhugi fyrir þessu móti fer vaxandi með hverju ári. Í upphafi héldum við tvö mót á ári en síðustu ár höfum við eingöngu verið með eitt mót á haustin og boccia- mót á vorin. Aðstaðan hér í Gullsmáran- um er öll til fyrirmyndar og hér njóta sín allir við að leika,” sagði Guðrún Nielsen, formaður Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra. Sigurvegararnir í mótinu komu frá Gull- smára í Kópavogi. Sveitina skipuðu þau Gunnar Jónsson, Hilmar Þorleifsson, Jóhanna Óskarsdóttir og Sigurður Björns- Úr hreyfingunni Púttmót hjá Félagi áhugafólks um íþróttir aldraðra: Hér njóta allir þess að leika son. Skor sveitarinnar var 277. Í öðru sæti, á alls 282 höggum, varð Púttklúbbur Ness og skipuðu sveitina þau Hreinn Berg- sveinsson, Valgerður Pálsdóttir, Ragnar Haraldsson og Dagbjört Guðmundsdóttir. Í þriðja sæti varð Vesturgata 7 á alls 284 höggum. Sveitina skipuðu þeir Jón Hannesson, Haukur Hannesson, Þórarinn Sæmundsson og Halldór Ibsen. Ásdís Helga Bjarnadóttir gaf ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn Ungmenna- félags Íslands á 46. sambandsþinginu sem fram fór í Reykjanesbæ. Ásdís Helga átti að baki átta ára setu í stjórn UMFÍ, sex ár sem ritari og tvö síðustu ár ár sem varafor- maður. Ásdís Helga er lektor og verkefna- stjóri við endurmenntun Landbúnaðar- háskólans á Hvanneyri. Hún er ennfrem- ur í Æskulýðsráði og formaður tómstunda- og menningarnefndar Borgarbyggðar. Það lá beinast við að spyrja hana, ef hún liti yfir farinn veg, hvernig tímarnir hefðu verið í stjórn UMFÍ. Búið að vera gefandi starf „Tíminn í stjórninni er búinn að vera frábær. Það er gaman að horfa yfir öll þau verkefni sem framkvæmd hafa verið á þessu tímabili og hversu margir hafa tek- ið þátt í þeim. Þetta er búið að vera gef- andi starf og á þessum tíma hefur maður kynnst fullt af góðu fólki og farið víða,“ sagði Ásdís Helga. Ásdís Helga Bjarnadóttir gaf ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn UMFÍ: Ég verð alltaf ungmennafélagi Vel hefur tekist til – Hvað finnst þér standa upp úr þegar þú lítur til baka? „Það fyrsta sem kemur upp í hugann er hvað vel hefur tekist til með Unglinga- landsmótin, Ungmenna- og tómstunda- búðirnar að Laugum og líka hvað fólk hefur verið virkt í verkefninu Göngum um Ísland. Fólk hefur verið duglegt að ganga á fjöll og hreyfa sig almennt, sem er hið besta mál.“ Framtíðin er bara björt – Hvernig finnst þér framtíðin blasa við UMFÍ? „Hún bara björt. Kjörorð UMFÍ, Ræktun lýðs og lands, eiga svo sannarlega við í dag eins og þau áttu við fyrir hundarð árum,“ sagði Ásdís Helga. Ásdís Helga sagðist alltaf verða ung- mennafélagi og halda því áfram að fylgj- ast með og koma með góðar ráðlegging- ar ef því er að skipta. Ásdíd Helga Bjarnadóttir (til vinstri), ásamt Helgu Guðrúnu Guðjónsdóttur, formanni UMFÍ.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.