Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2009, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.08.2009, Blaðsíða 34
34 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Nýsköpun og sköpunargáfa eru umræðuefni sem skjóta ekki oft upp koll- inum í daglegu lífi fólks. Námskeiðið, sem við fórum á í Litháen, fjallaði um þessi efni og var það bæði gagnlegt, skemmtilegt og opnaði þar að auki nýja sýn á sköpun og hvernig hún nýtist okkur í daglegu lífi. Við lentum á flugvellinum í Vilnius klukkan hálftíu að staðartíma. Fljótlega mætti þar maður sem fór með okkur að langferðabílnum sem keyrði okkur í bæinn Aukštadvaris þar sem námskeiðið var haldið. Fyrsta kvöldið fórum við í nafna- leiki og reyndum að læra nöfnin á fólkinu sem við mundum verja næstu viku með. Á námskeiðinu voru 6 Litháar, 5 Eistlend- ingar, 5 Pólverjar, 5 Tyrkir og við þrír frá Íslandi. Í þessari viku komu þó nokkrir fyrirles- arar og héldu ágæta fyrirlestra um hinar ýmsu hliðar nýsköpunar og sköpunargáfu. En við gerðum fleira en að sitja undir fyrir- lestrum. Á miðvikudeginum komu 45 krakkar á aldrinum 17–18 ára úr Aukštadvaris og verkefni okkar var að skipuleggja tveggja og hálfs tíma dag- skrá fyrir þau. Við höfðum aðeins tvær kvöldstundir og nokkrar lausar mínútur í dagskrá okkar til að skipuleggja viðburð- inn svo að tíminn var knappur. Margar hendur úr hinum ýmsu krókum Evrópu lögðust á eitt og hefði þetta senni- lega ekki tekist ef ekki hefði verið fyrir hversu ótrúlega öflugt fólk var þarna samankomið á einum stað. En út úr þessu kom hin prýðilegasta skemmtun sem inni- hélt meðal annars undarlega útgáfu af fótbolta, dans, söng, trumbuslátt með eldhúsverkfærum og fleira. Krakkarnir skemmtu sér mjög vel og var viðburður- inn talinn afar vel heppnaður. Meðal þess sem við fengum að kynn- ast í Litháen var nokkuð sem heitir Contact Improvisation (gæti útlagst sem snerting- arspuni á íslensku). Það er eins konar dans sem byggir á snertingu við aðra, að halda „ballans“ og að treysta á hlutverk annarra. Við höfðum mjög gaman af þessu og skemmtilegt var að prófa svona hluti sem vinna svolítið gegn snertifælni nútímans. Á þriðjudagskvöldinu var svokallað Toastmasters–kvöld. Toastmasters International eru alþjóðleg samtök fólks sem hefur áhuga á að bæta sig í að flytja ræður eða tala fyrir framan annað fólk. Fyrir kvöldið voru nokkrir einstaklingar valdir til að flytja undirbúna ræðu og aðrir áttu svo að meta frammistöðu þeirra. Sumir þurftu þar að auki að flytja óundir- búna ræðu. Kvöldið hristi hópinn ræki- lega saman og voru menn sammála um að eftir það fóru vinaböndin að myndast fyrir alvöru. Snemma á fimmtudagsmorgun lögðum við svo af stað til Vilnius þar sem til stóð að eyða síðasta degi ferðarinnar. Við byrj- Fulltrúar frá ungmennaráði UMFÍ sóttu námskeið í Litháen: Góð reynsla og vel heppnað í alla staði uðum á því að heimsækja líftæknifyrir- tæki þar í bæ sem kallast Teva og stend- ur framarlega á sviði líftæknirannsókna í heiminum. Þar fengum við fræðslu um starfsemi fyrirtækisins og fengum svo að ganga um rannsóknastofur sem eru venjulega lokaðar almenningi. Næst fengum við að heimsækja lithá- íska þingið, Seimas. Við skoðuðum fund- arsalina sem þar eru og alls konar minnis- varða og menjar. Í einum salnum var svo innrömmuð þingsályktunartillaga frá Alþingi Íslands þess efnis að Ísland stað- festi sjálfstæðisyfirlýsingu Litháen frá 1991. Fyrir þennan verknað telja Litháar okkur vera hugrökkustu þjóð í heimi og hafa þeir skýrt götu í Vilnius Íslandsgötu, okkur til heiðurs. Það var samdóma álit allra, sem á þetta námskeið fóru, að það hefði verið ein- staklega vel heppnað í alla staði og tóku allir góða reynslu og skemmtilegar minn- ingar með sér heim. Gunnar Sigfússon, Andri Mar Jónsson og Eyjólfur Darri Runólfsson Íslendingarnir þrír sem fóru á námskeiðið í Litháen. Frá vinstri: Eyjólfur Darri Runólfsson, Andri Mar Jónsson og Gunnar Sigfús- son. Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Garðabær Samhentir–Kassagerð ehf., Suðurhrauni 4 Vistor hf., Hörgatúni 2 Hafnarfjörður Hagtak hf., Fjarðargötu 13-15 Rafal ehf., Hringhellu 9 Sæli ehf., Smyrlahrauni 17 Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64 Álftanes GP – arkitektar ehf., Litlubæjarvör 4 Reykjanesbær ÍAV þjónusta ehf., Klettatröð bygging 2314 Reykjanesbær, Tjarnargötu 12 Tannlæknastofa Einars Magnússonar ehf., Skólavegi 10 Grindavík Grindavíkurkirkja Þorbjörn hf., Hafnargötu 12 Reykjanesbær Ásmundur Sigurðsson, vélsmiðja Grænási 2 Slakki ehf., Stekkjargötu 51 Toyota, Reykjanesbæ, Njarðarbraut 19 Mosfellsbær Álafossbúðin, Álafossvegi 23 Garðyrkjustöðin Gróandi, Grásteinum Ísfugl ehf., Reykjavegi 36 Rögn ehf., Súluhöfða 29 Akranes Ehf, Álmskógum 1, Álmskógum 1 Íþróttabandalag Akraness, Jaðarbökkum Smurstöð Akraness sf., Smiðjuvöllum 2 Straumnes rafverktakar, Krókatúni 22–24 GT Tækni ehf., Grundartanga Borgarnes Bókhalds- og tölvuþjónustan sf., Böðvarsgötu 11 Samtök sveitarfélaga í Vesturlandskjör- dæmi, Bjarnarbraut 8 Sæmundur Sigmundsson ehf., Brákarey Eyja- og Miklaholtshreppur, Hofstaðir Stykkishólmur Grunnskólinn í Stykkishólmi, Skólastíg 11 Narfeyrarstofa, Aðalgötu 3 Rauði kross Íslands Stykkishólmsdeild, Sundabakka 1 Tindur ehf., Hjallatanga 10 Grundarfjörður Hótel Framnes Kaffi 59, Grundargötu 59 Ragnar og Ásgeir ehf., Sólvöllum 7 Ólafsvík Fiskiðjan Bylgja hf., Bankastræti 1 Steinunn ehf., Bankastræti 3 Snæfellsbær Hótel Búðir Hellissandur KG Fiskverkun ehf., Melnesi 1 Sjávariðjan Rifi hf., Hafnargötu 8

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.