Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2009, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.08.2009, Blaðsíða 26
26 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Ungmennavika NSU var haldin í Noregi þetta árið, dagana 1.– 8. ágúst. Samtals fórum við 16 frá Íslandi, þar af tveir farar- stjórar, Halldóra Guðjónsdóttir og Inga Rún Sæmundsdóttir. Á Ungmennavik- unni voru saman komnir um 180 krakkar frá Norðurlöndunum, á aldrinum 13–25 ára. Við dvöldumst bæði í Jötunheimum og á eyjunni Tromøj, syðst í Noregi. (Eyjan heitir víst ekki Arendal, hún er bara rétt við bæinn Arendal... skilst mér). Fyrsti dagurinn fór í það að koma sér til Noregs og eftir það tók við 5–6 klukku- stunda rútuferð til Jötunheima. Það var því mikið ferðast þann daginn. Þegar við vorum komin á áfangastað fengum við upplýsingar og fórum í nokkra skemmti- lega leiki til að blanda þessum stóra hópi saman. Við gistum á tjaldsvæði og var öll- um skaranum komið fyrir í þremur stórum tjöldum. Næsta dag beið okkar löng og ströng fjallganga yfir fjallið Besseggen. Því var vaknað snemma eða um hálf sex. Klukk- an sjö var brottför að fjallinu en Bess- eggen er mjög vinsælt fjall meðal göngu- fólks og ganga um 40.000 manns þar yfir á hverju ári. Að ganga yfir Besseggen var mikil upplifun og mjög gaman þótt flestir væru nokkuð þreyttir þegar niður kom hinum megin. Veðrið lék við okkur og útsýnið var frá- bært, en leiðin yfir Besseggen er um 17 km. Eftir grillaðar pylsur og hamborgara á tjaldsvæðinu um kvöldið var stigið upp í rútur og lagt af stað í u.þ.b. 9 tíma ferða- lag til Tromøj þar sem við dvöldum það sem eftir var af vikunni. Um nóttina var svo reynt að sofa í rútunum og komum við á svæðið Hove Leirsenter í Tromøj klukkan sex á mánudagsmorgni. Kofarn- ir, sem við gistum í, voru að sjálfsögðu ekki klárir svona snemma en við fengum þó að fara inn í hús sem kallað var Flimra og var samkomustaður okkar næstu dag- ana, rúlla þar út dýnum og svefnpokum í sal einum og hvíla þreytta líkama í rúma þrjá tíma. Næstu þrjá daga vorum við á kúrsum eða námskeiðum sem við höfðum valið okkur sjálf áður en haldið var út. Kúrsarn- ir voru jafnfjölbreyttir og þeir voru margir. Í boði var meðal annars kvikmyndaverk- stæði, tónlistarverkstæði, söngleikir, leik- list, sviðsslagur, leikhúsförðun og fleira leikhústengt. Á kvöldin var svo margt skemmtilegt gert, meðal annars hélt hver þjóð kynningu á sínu landi og menningu, grillað var á ströndinni, kvöld–hryllings- bíó niðri á strönd og eftir það nætur- ganga í gegnum skóginn þar sem skipu- leggjendur vikunnar höfðu komið sér fyrir á leiðinni í ýmsum gervum. Hver hóp- ur hafði meðferðis eina lukt og áttum við að leysa þrautir á leiðinni og fleira. Eitt kvöldið var froðuball og má segja að mikil stemning hafi ríkt í froðunni sem menn óðu í nánast upp fyrir haus. Vinsælt var svo að hoppa ofan í sjóinn á eftir til að skola af sér froðuna. Á fimmtudegin- um var svo sýning þar sem flestir hóp- arnir sýndu afrek sín úr kúrsunum. Þar var leikið og sungið og mikið fjör. Á föstudeginum, síðasta daginn, átt- um við frjálsan dag og var margt hægt að gera. Þá var meðal annars hægt að fara á uppblásna tuðru/slöngu sem var föst aftan í bát sem þaut svo um sjóinn með tuðruna hangandi aftan í. Auk þess var líka hægt að fara í klifurgarð. Þar Ungmennavika er mikil upplifun þurftum við meðal annars að labba á spýtum, hengibrú og klifra á neti milli trjánna í 10 metra hæð. Líka var hægt að fara á gervinaut sem að hreyfðist í hringi og var markmiðið að halda sér sem lengst á baki, klæðast „súmóglímu“bún- ingum og keppa í súmóglímu, fara í box með risastórum boxhönskum og fleira. Ungmennavikan er mikil upplifun og alveg einstaklega skemmtileg. Við mæl- um eindregið með henni fyrir krakka sem að vilja kynnast krökkum frá hinum Norðurlöndunum og þá sem vilja prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt. Auk þess æfðumst við mikið í að tala við hina krakkana á skandinavísku og kynntumst þar af leiðandi þeim og menningu þeirra betur. Ferðin var mjög vel heppnuð í alla staði og þrátt fyrir að hópur Íslendinga væri stór að þessu sinni gekk okkur mjög vel að kynnast og standa saman sem samrýndur hópur. Arna Kristín, Elín Margrét og Harpa.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.