Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2009, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.08.2009, Blaðsíða 32
32 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Sem foreldrar viljum við gera allt sem við getum til þess að tryggja öryggi og vellíðan barna okkar. Að vera foreldri felur í sér margháttað hlutverk og maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Tækninni fleygir áfram og það er ekki auðvelt að fylgjast með öllum nýjungunum. Eftir sem áður þurfum við að fylgjast með og kenna börnum okkar (eða biðja þau að kenna okkur!). Stundum virðist sem svo að fólk sýni ákveðið hömluleysi í framkomu á netinu og þá gjarnan undir dulnefni. Í fyrsta lagi verður að átta sig á því að hægt er að rekja úr hvaða tölvu skrif koma. Í öðru lagi að á netinu berum við sömu ábyrgð og í annars konar samskipt- um við fólk. Allt sem þú gerir á netinu endurspeglar hver þú ert, og er það ein- mitt eitt af heilræðum SAFT, sem er vakningarverkefni um jákvæða og örugga netnotkun barna og unglinga á netinu og tengdum miðlum. Einelti er alvarlegt mál og meiðandi skrif og áreitni á netinu geta haft alvar- legar og langvarandi afleiðingar. Afleið- ingar eineltis geta orðið lélegt sjálfstraust, depurð, þunglyndi og skömm. Stöldrum því við þegar stríðni ber á góma og sláum slíkt ekki út af borðinu sem stráka- pör eða saklaust grín. Ef einelti er látið óátalið getur það undið upp á sig og orðið mjög alvarlegt. Þegar börnin eru lítil kennum við þeim almennar kurteisisreglur svo sem að benda ekki á fólk í búðum og koma með ónærgætnar athugasemdir eða ræða opinskátt náin fjölskyldumál við ókunn- uga. Þegar þau verða eldri og fara að nota netið má segja að við þurfum að uppfæra þessa þekkingu. Við skulum ekki ætla Jenný Ingudóttir, verkefnisstjóri hjá Lýðheilsustöð: Framkoma barna á netinu börnum að átta sig endilega á því að það sem birt er á netinu verði ekki tekið til baka eða að hver sem er geti séð það sem þau skrifi, á til dæmis leikjasíðum og spjallborðum. Við þurfum að ræða við þau hvað sé leyfilegt að gera á netinu og vera með þeim að vafra á netinu. Ef barnið okkar hefur skrifað meið- andi athugasemdir um aðra getum við sest niður með því og rætt um það hvernig því sjálfu myndi líða ef skrifað væri svona um það sjálft. Börn eru oft fljót að bregðast við en orð særa, bæði skrifuð og sögð, og áhrif þeirra verða aldrei afmáð alveg þó að beðist sé afsökunar. Auk þess að efla með þeim samhygð og virðingu getum við dregið úr líkum þess að börnin okkar stríði eða leggi aðra í einelti á netinu með ýmsum aðferðum. Það getur virst flókið að fylgjast með og leiða börn okkar í gegnum þann frum- skóg sem netið er, en á vefsíðu SAFT (www.saft.is) má finna hagnýtar og að- gengilegar upplýsingar handa foreldrum. Gleymum ekki öllu því góða sem netið hefur upp á að bjóða sem við get- um notið með börnum okkar um leið og við brýnum fyrir þeim umferðar- reglurnar þarna jafnt sem annars staðar. Kreppan má ekki gera mataræðið óhollt Elva Gísladóttir og Hólm- fríður Þorgeirsdóttir, verk- efnisstjórar næringar á Lýðheilsustöð: Eftir að kreppan skall á hér á landi hef- ur verið í umræðunni að fólk væri farið að velja unnar kjötvörur, á borð við bjúgu og kjötfars, frekar en ferskar vörur. Þar sem þessar vörur eru yfirleitt bæði salt- ríkar og feitar er þetta ekki heppileg þróun þegar heilsa og hollusta er annars vegar. Í rannsókn sem Lýðheilsustöð stóð að í samvinnu við Capacent Gallup, um mánaðamótin janúar og febrúar, greind- ist hins vegar ekki aukin neysla á kjötfarsi, pylsum, bjúgum og nöggum í kjölfar efnahagsbreytinganna í október 2008 (óbirtar niðurstöður). Óæskilegar matvörur út frá næringarfræðilegu sjónarmiði Unnar kjötvörur líkt og bjúgu, kjötfars og pylsur eru oft salt- og fituríkar vörur. Fitan er að miklum hluta mettuð fita, sem er allt of mikil í fæði Íslendinga. Mettuð fita getur hækkað LDL-kólesteról í blóði, þ.e. vonda kólesterólið og þar með aukið líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum. Því er mikið í húfi að velja frekar magr- ar kjötvörur, þ.e. minna en 10 g fitu í 100 g vöru. Unnar kjötvörur eru einnig oft saltríkar og neysla slíkra vara getur hækkað blóðþrýsting, en háþrýstingur er áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúk- dóma. Saltneysla er meiri hér á landi en ráðlagt er og stærstur hluti salts í fæði kemur úr unnum matvælum, s.s. unnum kjötvörum, brauði, tilbúnum réttum og fleira. Samkvæmt ráðleggingum um mataræði og næringarefni er fólk hvatt til að takmarka neyslu á salti og saltrík- um vörum og í skýrslu World Cancer Research Fund er sérstaklega ráðlagt að takmarka neyslu á unnum kjötvörum, reyktum, söltum eða rotvörðum á ann- an hátt. Við hvaða saltmagn í vörum er hægt að miða? Við innkaup er mikilvægt að lesa nær- ingargildismerkingar séu þær til staðar. Vörur, sem innihalda 1,25 g af salti (0,5 g af natríum) eða meira í 100 g, innihalda mikið salt. Salt í bjúgum er t.d. á bilinu 1,25–2,75 g (0,5–1,1 g natríum) í 100 g og fitan er 14–58 g þannig að bjúgu geta bæði verið mjög fiturík og saltrík vara. Hvað er hægt að hafa í matinn sem er ekki mjög dýrt? Það er um að gera að sæta lagi og kaupa vörur á tilboði. Oft er t.d. hægt að gera góð kaup á hakki sem drýgja má með því að gera kjötbollur og bæta þá ríflegu magni af mjöli, hafragrjónum eða heilhveitibrauði saman við. Einnig má útbúa hakkrétti með alls konar baunum, auk þess sem hægt er að útbúa ódýra baunarétti eina og sér. Sömuleiðis má drýgja fisk með mjöli eða grófu brauði og gera fiskbollur. Önnur ráð til sparnaðar eru að bjóða hafragraut í staðinn fyrir morgunkorn. Þegar kemur að grænmeti og ávöxtum er mikilvægt að huga vel að verði við innkaup og velja eftir því hvað býðst helst á hverri árstíð og tilboðum. Einnig er kjörið að velja frosið grænmeti í rétti og með mat, einnig frosna ávexti. Að lokum má nefna að gott er að læra af reynslunni, kaupa rétt magn miðað við fjölda og vera dugleg að nýta afganga ef einhverjir eru.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.