Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2009, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.08.2009, Blaðsíða 29
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 29 Ungmennafélag Selfoss tryggði sér 19. september sl. sigur í 1. deild karla í knatt- spyrnu og leikur í efstu deild karla í fyrsta sinn í sögu félagsins á næsta tímabili. Mikið uppbyggingarstarf hefur verið unnið á síðustu árum á Selfossi sem er að skila sér markvisst með sæti í efstu deild. Þetta hefur verið langþráður draumur knattspyrnumanna á Selfossi sem nú er loksins orðinn að veruleika. Selfyssingar fóru á kostum í sumar og eru vel að þess- um glæsta áfanga komnir. Haukar fylgja Selfyssingum upp í efstu deild. „Þegar maður horfir til baka sést að þessi árangur á nokkurn aðdraganda. Markmiðið fyrir þetta tímabil var að byggja ofan á það sem við höfum verið Úr hreyfingunni Umf. Selfoss komið í hóp þeirra bestu í knattspyrnunni: Mikil lyftistöng fyrir bæjarfélagið að gera með liðið undanfarin ár. Það má því segja að við höfum farið aðeins fram úr markmiðum okkar. Bættar aðstæður hér á Selfossi eigan stóran þátt í þessum árangri en við tókum í notkun gervigras fyrir tveimur árum sem breytti öllu. Tilkoma vallarins hafði geysilega mikla þýðingu fyrir knattspyrnuna. Það er mjög ánægjulegt við þennan árangur að liðið er að mestu leyti skipað heimamönnum og það er alveg ljóst að við munum þurfa að styrkja okkur eitthvað fyrir átökin á næsta tímabili. Það er gaman að taka þátt í þessu starfi og árangur liðsins er mikil lyftistöng fyrir bæjarfélagið í heild sinni,“ sagði Óskar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Umf. Selfoss. Tveir af heiðursfélögum Umf. Selfoss, þeir Kristján S. Jónsson og Hafsteinn Þor- valdsson, styrktu knattspyrnudeild Umf. Selfoss um 100.000 kr. hvor í tilefni frá- bærs árangurs meistaraflokks karla í sumar. Selfoss náði þeim glæsilega árangri að vinna 1. deildina og um leið að komast upp í úrvalsdeild. Sætið var þegar tryggt þegar tvær umferðir voru eftir af deildinni. Þegar ljóst var hvert stefndi var ákveðið að láta framleiða sérstaka stuðnings- mannaboli sem á stóð „Áfram Selfoss“ og Styrkir frá heiðursfélögum voru þeir seldir á síðasta heimaleiknum. Bolirnir nýtast öllum deildum félagsins, sem eru níu talsins, fimleikadeild, frjáls- íþróttadeild, handknattleiksdeild, júdó- deild, knattspyrnudeild, kraftlyftinga- deild, mótokrossdeild, sunddeild og taekwondodeild. Óskar Sigurðsson, formaður knatt- spyrnudeildar Umf. Selfoss, ásamt Esther dóttur sinni og Hafsteini Þorvaldssyni (til hægri). Ljósmynd: ÖG Sævar Þór Gíslason og Hjörtur Júlíus Hjartarson fagna úrvalsdeildarsætinu. Ljósm.: Sunnlenska. Bikarinn á loft. Selfyssingar fagna sigri í 1. deild karla. Ljósmynd: Sunnlenska.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.