Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2009, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.08.2009, Blaðsíða 14
14 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 26. Landsmót UMFÍ á Akureyri 26. Landsmót UMFÍ var haldið á Akur- eyri dagana 9.–12. júlí sl. Mikil eftirvænt- ing lá í loftinu. Undirbúningur fyrir mótið hafði verið langur, en almennt séð geng- ið ljómandi vel. Glæsilegri uppbyggingu mannvirkja, til að taka við öllum þeim fjölmörgu keppendum sem von var á til Akureyrar til þess að taka þátt í mótinu, var lokið. Skráðir þátttakendur í mótinu voru hátt í tvö þúsund og af því leiddi að þetta mót var eitt það stærsta, ef ekki það stærsta, í hundrað ára sögu Landsmótanna. Akureyri skartaði öllu sínu besta alla mótsdagana. Klukkan hálf sjö að morgni fimmtudagsins 9. júlí var kominn fjórtán stiga hiti og glampandi sól og ekki ský- hnoðri á himni. Dagskráin var viðamikil þannig að allir áttu að finna eitthvað við sitt hæfi, full- orðnir jafnt sem börn. Ókeypis var á íþróttakeppnina og alla aðra viðburði sem Landsmót UMFÍ stóð fyrir. Erfitt er að meta hversu margir tóku þátt í Landsmóti UMFÍ. Beinir þátttakend- ur í mótinu voru um tvö þúsund og þátt- takendunum fylgdu fjölmargir. Þar fyrir utan kom mikill fjöldi fólks í bæinn. Sam- kvæmt áætlunum lögreglu er því ekki óvarlegt að áætla að gestir hafi verið ein- hvers staðar á milli 10 og 15 þúsund. Gestir dreifðust að vonum um bæinn. Margir voru í keppendatjaldbúðunum á Rangárvöllum, einnig á tjaldsvæðum við Þórunnarstræti og á Hömrum, auk þess sem gistirými var meira eða minna allt fullt. Þá er vitað um fjölda íbúða í bæn- um sem voru leigðar út í tengslum við mótið. Aðsóknin að öllum viðburðum sem Landsmótið stóð fyrir – hvort sem var keppni eða aðrir viðburðir – var afar góð og fór fram úr björtustu vonum móts- haldara. Þetta átti við um starfsíþróttirn- ar og fjölda annarra greina. Nefna má frjálsíþróttir, boltagreinar og ýmsar fleiri greinar. Það er ekki á hverjum degi sem um þúsund manns horfa á starfshlaup á Landsmóti. Og heldur ekki á hverjum degi sem um þúsund manns fylgjast með frjáls- íþróttakeppni hér á landi. Allir geta verið sammála um að Lands- mótið var mjög vel heppnað og vel skipu- lagt. Einstakt veður átti vissulega stóran þátt í því. Akureyri skartaði sínu fegursta

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.