Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2009, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.08.2009, Blaðsíða 31
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 31 Ásdís Hjálmsdóttir er ein besta frjáls- íþróttakona sem komið hefur fram hér á landi. Með eljusemi og þrotlausum æfingum hefur hún náð frábærum árangri og eru bundnar miklar vonir við hana. Ásdís átti um tíma 6. besta árang- ur í heiminum, en er núna í 22. sæti. Byrjaði að æfa 12 ára Ásdís byrjaði að æfa frjálsar íþróttir þegar hún var 12 ára gömul, en hóf æfing- ar af fullum krafti þegar hún byrjaði í menntaskóla. Í fyrstu æfði hún frjálsar á sumrin og badminton á veturna. Síðar einbeitti hún sér eingöngu að frjálsum íþróttum. „Það gekk ágætlega að koma æfingun- um og náminu saman þótt mikill tími hafi farið í hvort tveggja. Ég er núna í masters- námi í lyfjafræði og það gengur bara vel að skipuleggja það með íþróttunum,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir í samtali við Skinfaxa. – Hvaða ráðleggingar hefur þú til handa þeim sem yngri eru og eru að æfa íþróttir. Hvað finnst þér mikilvægast í þeim efnum? „Það er kannski erfitt að segja til um það. Öllu máli skiptir samt að vera dug- legur að æfa og passa upp á að fara vel með sig. Þar skiptir miklu máli mataræði og svefnvenjur. Það þýðir ekkert að vera að æfa og fara svo heim og borða eitt- hvert ruslfæði. Það er líka mikilvægt hjá unglingum, sem ætla að standa sig og ná langt, að forgangsraða rétt hvað varð- ar félagslíf. Undirstaða alls í þessu sam- bandi er heilbrigt líferni, hollt mataræði og góður svefn,“ sagði Ásdís. Allt önnur aðstaða Ásdís sagði að aðstaða til að stunda frjálsar íþróttir hefði tekið stakkaskiptum á síðustu árum og tilkoma frjálsíþrótta- hallarinnar í Laugardal hefði breytt þar miklu. Einnig uppbygging í kringum Unglingalandsmót UMFÍ. „Við æfum langstærstan hluta af árinu inni og því var algjör bylting að fá þessa aðstöðu í Laugardalnum.“ Það verður í nógu að snúast hjá Ásdísi á næstunni og verkefni næsta árs liggja nú ljós fyrir. Evrópumeistaramótið verður á Spáni og fleiri stór verkefni. „Ég er þegar farin að horfa til Ólympíu- leikanna 2012. Ég var svo óheppin á leik- unum í Peking, var meidd, en þegar leik- unum lauk var ég strax farin að setja mér markmið. Það tekur langan tíma og því eins gott að byrja nógu snemma.“ Búin að ferðast víða – Íþróttirnar hljóta að hafa gefið þér heilmikið? „Já, heldur betur. Ég er búin að ferðast ótrúlega víða, sem maður hefði ekki gert annars. Maður á líka eftir að búa að því alla ævi að hafa farið vel með sig. Skila- boð mín til ungra iðkenda eru að fara vel með sig, æfa vel, því æfingin skapar meist- arann. Fyrir alla skiptir hreyfingin bara öllu máli,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari. Þess má geta að Ásdís tvíbætti lands- mótsmetið í spjótkasti kvenna á Lands- mótinu á Akureyri í sumar. Ásdís kastaði lengst 55,13 metra, sem er góður árang- ur, en þó nokkur mótvindur var. Ásdís var í feiknagóðu formi í sumar og því var talið að hún myndi jafnvel höggva nærri Íslandsmeti sínu. Mótvindur var síðan of mikill til að það gengi eftir. Á eftir að búa að því alla ævi að hafa farið vel með mig Ásdís Hjálmsdóttir er spjótkastari í fremstu röð:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.