Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2009, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.08.2009, Blaðsíða 38
38 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Akureyri Tannlæknastofa Árna Páls Halldórssonar, Mýrarvegi Tannlæknastofa Björns Rögnvaldssonar ehf., Kaupangi v/Mýrarveg Tannlæknastofa Ragnheiðar Hansdóttur, Kaupangi v/Mýrarveg Vélaleiga HB ehf., Freyjunesi 6 Þelamerkurskóli., Laugalandi Grenivík Stuðlaberg útgerð ehf., Ægissíðu 11 Dalvík Tréverk ehf., Grundargötu 8-10 Ólafsfjörður Árni Helgason ehf., Hlíðarvegi 54 Húsavík Hóll ehf., Höfða 11 Tannlæknastofan Húsavík, Auðbrekku 4 Jarðverk ehf., Birkimel Laugar Litlulaugaskóli, Laugum Norðurpóll ehf., Laugabrekku Reykjadal Mývatn Eldá ehf., Helluhrauni 15 Þórshöfn Langanesbyggð, Fjarðarvegi 3 Vopnafjörður Hólmi NS–56 ehf., Hafnarbyggð 23 Vopnafjarðarhreppur, Hamrahlíð 15 Egilsstaðir Fljótsdalshérað, Lyngási 12 G. Ármannsson ehf., Ártröð 12 Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf., Einhleypingi 1 Menntaskólinn á Egilsstöðum, Tjarnarbraut 25 Skógar ehf., Dynskógum 4 Þ.S. Verktakar ehf., Miðási 8-10 Reyðarfjörður Skólaskrifstofa Austurlands, Búðareyri 4 Eskifjörður Eskja hf., Strandgötu 39 Neskaupstaður Smáraprent, Urðarteigi 15 Stöðvarfjörður Steinasafn Petru, Sunnuhlíð Höfn í Hornafirði Framhaldsskólinn í Austur–Skaftafells- sýslu, Nýheimum Herborg SF-69 Mikael ehf., Norðurbraut 7 Skinney – Þinganes hf., Krossey Selfoss AB-skálinn ehf., Gagnheiði 11 Búnaðarsamband Suðurlands, Austurvegi 1 Pylsuvagninn Selfossi, Besti bitinn í bænum Ræktunarsamband Flóa og Skeiða, Gagnheiði 35 Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Austurvegi 56 Suðurlandsskógar, Austurvegi 3 46. sambandsþing UMFÍ Helga Guðrún Guðjónsdóttir endurkjörin formaður UMFÍ Helga Guðrún Guðjónsdóttir var endur- kjörin formaður Ungmennafélags Íslands á 46. sambandsþingi þess sem fram fór í Reykjanesbæ dagana 10.–11. október sl. Helga Guðrún var ein í kjöri og reis þing- heimur úr sætum og klappaði innilega fyrir henni. Helga Guðrún var fyrst kvenna í sögu hreyfingarinnar kjörin formaður fyrir tveimur árum. Um 120 þingfulltrúar sátu sambands- þingið. Fjölmörg mál og tillögur voru til umfjöllunar og afgreiðslu á þinginu. „Á þessari stundu er mér efst í huga þakk- læti, gleði og ánægja yfir að fá að takast á við þetta göfuga, skemmtilega og góða hlutverk næstu tvö árin. UMFÍ er hreyfing sem er að vinna öflugt starf sem skiptir svo marga máli,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir. Hún sagði að þingið hefði verið mjög málefnalegt og umræður góðar og að góður andi hefði ríkt yfir því. „Það eru allir sammála um að slá skjald- borg um það starf sem við erum að vinna sem skiptir svo miklu máli á þeim tímum sem við erum að upplifa um þessar mundir. Framtíð- arsýnin er að vinna áfram samkvæmt þeim göfugu markmiðum sem hreyfingin stendur fyrir. Þau eru „Ræktun lýðs og lands“ og eru byggð á ungmennafélagsandanum. Vonandi eigum við eftir að upplifa aftur bjarta tíma sem gerir okkur allt miklu auðveldara. Hreyf- ingin hefur samt verið að undirbúa sig undir þessar aðstæður sem við búum við í dag. Ég er vongóð um að okkur takist að halda okkar striki og helst að auka starfið enn frekar því að félagsmönnum fjölgar. Markmiðið er alltaf að vinna eins vel og við getum að íþrótta– og æskulýðsstarfi í landinu,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður Ungmennafélags Íslands. Ný stjórn var kosin á þinginu. Í aðalstjórn eru Helga Guðrún Guðjónsdóttir, Björg Jakobsdóttir, Björn Ármann Ólafsson, Einar Haraldsson, Örn Guðnason, Garðar Svans- son og Eyrún Hlynsdóttir. Í varastjórn voru kosin Ragnhildur Einarsdóttir, Haraldur Þ. Jóhannsson, Einar K. Jónsson og Gunnar Gunnarsson. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, við setningu sambands- þingsins.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.