Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2009, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.08.2009, Blaðsíða 37
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 37 Forvarnadagurinn Sæþór og Páll Steinar, nemendur í Ing- unnarskóla í Grafarholti, voru sammála um að Forvarnadagurinn vekti unga krakka til umhugsunar um forvarnir af öllu tagi. Þeir voru vissir um að stund í skólanum sem þessi myndi skila sér inn í framtíðina. Það væri nauðsynlegt að ræða málin á þessum tímapunkti í lífinu. „Það fer þó nokkur umræða fram um notkun vímu– og fíkniefna innan okkar hóps og það gerir það örugglega einnig víða annars staðar. Það skiptir öllu máli að unglingar neyti ekki þessara efna og fresti því eins lengi og hægt er. Þátttaka í íþróttum og í öðru tómstundastarfi er Á Forvarnadeginum í Ingunnarskóla í Grafarholti: Þátt taka í íþrótt um skiptir sköpum mikilvæg og heldur unglingum tvímæla- laust frá neyslu,“ sögðu þeir Sæþór og Páll Steinar í spjalli við Skinfaxa á For- varnadeginum í Ingunnarskóla. Þeir voru sammála um að gott forvarnastarf væri unnið í skólanum þeirra sem hefði alveg gríðarlega mikið að segja. Skaftárhreppur

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.