Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2009, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.08.2009, Blaðsíða 19
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 19 Sigurjón Þórðarson, formaður Ung- mennasambands Skagafjarðar og fyrrver- andi alþingismaður, sigraði í sjósundi á Landsmóti UMFÍ. Sigurjón synti á 29,57 mínútum og sigraði með nokkrum yfir- burðum. Í öðru sæti varð Benedikt Jóns- son, UMSK, á 31,15 mínútum og jafnir í 3.– 4. sæti urðu þeir Freysteinn Viðarsson, ÍBA, og Baldur Finnsson, ÍBA, á 31,44 mín- útum. Í kvennaflokki sigraði Þórdís Hrönn Pálsdóttir, UMSK, á 32,32 mínútum. Sarah Jane Emily Caird, UMSS, varð í öðru sæti á 34,32 mínútum og Ragnheiður Val- garðsdóttir, Nauthólsvík, lenti í þriðja sæti á 40,56 mínútum. Formaður UMSS sigr- aði í sjó- sundinu Tvíbætti Lands- mótsmetið Ásdís Hjálmsdóttir, ÍBR, tvíbætti lands- mótsmetið í spjótkasti kvenna á Lands- mótinu á Akureyri. Ásdís kastaði lengst 55,13 metra sem er góður árangur en þó nokkur mótvindur var. Ásdís er í feikna- góðu formi um þessar mundir og því var talið að hún myndi jafnvel höggva nærri Íslandsmeti sínu. Mótvindur var of mikill til að það gengi eftir. Um tvö hundruð manns sóttu athyglis- verðan fyrirlestur Vésteins Hafsteinssonar á Landsmótinu á Akureyri. Vésteinn ræddi frá ýmsum hliðum um það hvernig íþróttamenn geti náð á toppinn. Þetta þekkir Vésteinn vel því að hann er þjálfari Ólympíumeistarans í kringlukasti, Gerd Kanters frá Eistlandi, sem landaði ólympíu- titlinum í Peking sl. sumar. Næsta verkefni Kanters er að gera atlögu að heimsmetinu í greininni og er Hafsteinn Ægir Geirsson og Pétur Þór Ragnarsson komu fyrstir í mark í hjól- reiðakeppninni á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Keppnin var liður í því að minn- ast þess að eitt hundrað ár eru síðan frá því fyrsta Landsmót UMFÍ var haldið á Akureyri. Keppnin hófst árla morguns þann 8. júlí og voru sigurvegararnir um tólf klukku- stundir á leiðinni sem er frábær tími. Veðrið lék lengstum við keppendur og var meðalhraði sigurvegaranna um 39 km á klukkustund. Hákon Hrafn Sigurðs- son og Valgarður Sæmundsson urðu í öðru sæti og í þriðja sæti urðu bræðurnir Anton Örn og Rúnar Karl Elfarssynir. Tólf lið tóku þátt í keppninni og var hvert lið skipað tveimur mönnum sem skiptust á að hjóla. Öll liðin skiluðu sér í mark. Tólf lið hjóluðu frá Reykja- vík til Akureyrar Húsfyllir á fyrirlestri Vésteins á Bjargi ekki ólíklegt að honum takist það áður en langt um líður. Vésteinn hefur þjálfað Kanter í níu ár og lýsti hann hvernig samstarf þeirra er byggt upp. Mjög góður rómur var gerður að fyrirlestrinum og þátttakendur voru í sjöunda himni með hann. Húsfyllir var á fyrirlestri Vésteins Hafsteinssonar kastþjálfara á líkamsræktarstöðinni Bjargi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.