Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1936, Blaðsíða 11

Ægir - 01.06.1936, Blaðsíða 11
Æ G I R 129 Skýrsla fiskifulltrúans á Spáni. Barcelona, 29. maí 1936. Avenida Pablo Casals 4. í maímánuði hefir varla verið til nokk- ur fiskur hér og fiskmarkaðurinn þvi leg- ið i dái, þangað til innflutningsleyfin fyrir annan ársfjurðung voru gefin út 26. þ. m. Meðal þessara leyfa er aðeins sáralítið af leyfum fyrir íslenzkan fisk. Stafar það af því, að vegna hinna breyttu reglna um skömmtunina er haldið eftir lianda nýjum útflytjendum 25% af öllu innflutnings- magni, og auk þess 15% til að jafna hlut- föllin milli innflyjendanna, sem breytast nokkuð við það, að nú er lagt til grund- vallar innflutningsskammti hvers inn- flytjanda, hve mikið hann flutti inn á ár- unum 1931-—1933, í stað þess, að hingað til hefir aðeins verið tekið tillit til inn- flutningsins árið 1933. Vegna þess, að innflytjendur hafa fengið samninga um að greiða færeyskan og norsltan fisk með pesetum, geta þeir not- að innflutningsleyfi sín er þeim hentar bezt. Höfðu því margir þeirra, sérstaklega þeir stærstu, gert allmikla fyrirframsamn- inga upp á innflutningsleyfi sín i öðrum ársf jórðungi. Þar sem nú hefir ekki verið úthlutað nema 60% af leyfunum, hafa þeir flestir beðið um að fá norskan og færeyskan fisk i þessari úthlutun, en lát- ið það magn, sem þeim er ætlað af ís- lenzkum fiski, biða, þar til endanleg út- hlutunin fyrir þennan ársfjórðung fer fram. Innflutningurinn á saltfiski til Spánar, var sem liér segir, fyrstu þrjá mánuði árs- ins i ár og i fyrra, samkv. bráðabirgða- skýrslum spönsku stjórnarinnar: 1936 1935 ísland ...... 3.500 tonn 2.260 tonn Danmörk .... 1.225 — 3.785 — Frakkland .. . 549 — 52 — Bretland .... 423 — 183 -— Noregur ..... 1.631 — 2.391 — Newfoundl. .. 3.551 — 2.734 — Samtals 10.879 tonn 11.405 tonn í ár hefir innflutningur íslands og New- foundlands því verið meiri en hinna land- anna að tiltölu, og stafar það af því, hvað Island snertir, að ekki var búið að nota innflutningsleyfi útgefin i fyrra, fyrir ára- mót, vegna þess, hve seint þau voru gef- in út. Birgðir þær, sem nú eru hér i Barce- lona, eru taldar vera rúm 700 tonn, en þar sem eftirspurnin er mikil, munu þær birgðir naumast duga nema tvær vikur. Yerðið er 110—115 pesetar fjnár vættina, en vegna þess hve sala er miklu minni en áður, telja innflytjendur heildarágóða sinn sízt hærri en ella, þvi kostnaður sé jafn og hann hafi áður verið, en skiptist nú á lægri pakkatölu. Mun standa svipað á fyrir fjöldanum af öðrum innflytjendum. Er skortur farinn að gera vart við sig á ýmsum vörum og þær farnar að hækka í verði. Hefir ríkis- stjórnin því skerpt mjög eftirlit með verð- lagi hér innanlands og þyngt stórlcostlega viðurlög fyrir verðhækkanir, sem ekki teljast byggðar á sanngirni. En í gær- kvöldi lagði fjármálaráðherrann fram frumvarp um það, að til styrktar gengi pesetans, og til að draga úr óhagstæðum greiðslujöfnuði, skyldi til bráðabirgða hækkaður innflutningstollur á saltfiski, kaffi, kakó, te, og vissum sykurtegund- um, um 20%. En auk þess skyldi fjár- málaráðlierra heimilt að hækka á ölhun öðrum vörum um 20%, eða minna, að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.