Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1936, Blaðsíða 15

Ægir - 01.06.1936, Blaðsíða 15
Æ G I R 133 myndina, að drnkknnðum sjómönnum vrði reistur minnisvarði. Þegar sorgarathöfnin, eftir drukknun hinna mörgu, í mannskaðaveðrinu 7.—8. febrúar 1925, fór fram í kirkjum bæjar- ins, hinn 10. marz kl. 3 e. h., fánar hver- vetna dregnir í hálfa stöng og allri vinnu hælt, samkvæmt auglýsingu frá borgar- stjóra, þá að henni lokinni, hringdi hr. Friðbjörn Aðalsteinsson, ritstjóra Ægis upp og kom með þá uppástungu, sem áður er getið. Fyrstu greinina um þetta má lesa í Ægi 1925, 3. tbl. bls. 55 og er hér kafli úr henni. »Eftir heimsstyijöldina 1914—1918 tóku þjóðirnar að reisa minnisvarða, sem eiga i fyrsta lagi að minna þær á hóp manna sem lálið hefðu lifið t. d. í stríði, og í öðru lagi að minna einstaklingaá sína nánustu, sem í þeim hóp hafa látið lífið sem minnisvarðinn bendir til. Getur því hver einstaklingur, sýnt minningu látíns vinar virðingu, með því að leggja krans eða blóm við minnisvarðann, annaðhvort á fæðingardegi eða dánardegi. Island missir nú syni sína í sjóinn svo ört, að aðrar þjóðir missa ekki til- tölulega meira í hernaði. Gröfin er mar- arbotn og enginn gat fylgt til grafar, eng- inn gat lagt blóm á leiði fjólda drukkn- ,aðra manna, en gæti það ekki hugsast, að koma upp minnisvörðum í byggðar- lögum þeim, scm flesta missa. Slík minn- ismerki þyrftu alls eigi að vera djrr. Ung- ir menn í veiðistöðum, gætu lagt dags- verk í fyrirtækið, er landlegur eru, við- að að grjóti til stöpuls, sem vel yrði að hlaða, skraut þyrfti lítið, en kross ætti að vera á stöplinum og honum haldið við. Hér á landi éru Ungmennafélög, skálar o. fl., sem án efa myndu leggja ýms handtök við þessa vinnu, og telja sér sóma að. Þetta eru að eins lausir þankar um þetta atriði. Loftskeylastöðvarstj. Friðbj. Aðalsteins- son Iiringdi mig upp hinn 10. marz og minnist á þetta, svo hugmyndin er hans, þótt ég komi henni út til almenningscc. Engin blöð og enginn varð til aðstyðja uppástunguna og leið svo líminn þang- að til i október 1926. Þá er aftur minnst á minnisvarðamálið í Ægi, 19. árg. nr. 10, bls 197 og var tilefnið það, að Bret- ar ætluðu að senda hingað veglega minn- ingartöflu með áletruðum nöfnum allra, er fórust með botnvörpuskipinu »Field Marshal Robertsoncc, sem hvarf fyrir Yestfjörðum í ofsaveðrinu, 7.—8. febrú- ar 1925. I þeirri grein stendur meðal annars. »Hingað til hefur ekkert verið gert hér til að halda á lofti minning- unni um þá sem drukknuðu í ofviðrinu mikla, og öðrum ofviðrum hér við land, en nú sýna Englendingar okkur, bvern- ig á að fara að þvícc. Minningartaflan hangir í þjóðkirkjunni í Hafnarfirði. Þótt málið ætti að svæfa með þögn- inni, þá var það ekki dautt, því Akur- nesingar höfðu það í huga og stæði þar líklega minnismerki nú, hefði hentugur staður fengist, sem ekki kom í bága við fyrirhugað skipulag gatna og bygginga í kauptúninu. Væri eitt minnismerki reist, myndn fleiri koma á eftir. Fyrir undir- rituðum vakti, þegar fyrst var farið að minnast á þetta mál, að minnismerki væru mörg og frá þeim gengið, eftir efn- um og ástæðum í veiðistöðvunum, svo binir nánustu fengju tækifæri, ef vildu, til að leggja blóm eða blómsveiga við merkið, á fæðingardegi eða dánardegi hins látna. Væri einhversstaðar reist eitt allsherjarmerki, gæti svo farið, að stæl- ur yrðu út af, hvar það skyldi standa, bvernig það skyldi vera og það yrðisvo fjarri sumum, að þeir fengju það aldrei að sjá.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.