Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1936, Blaðsíða 23

Ægir - 01.06.1936, Blaðsíða 23
Æ G I R 141 Síldarverð í Skotlandi í júní 1936. Sildarsölunefndin hefur ákveðið verð á síld, sem sett er á land í skozkum höfnum, í júnimánuði, sem hér fer á eftir: I. Lágmarksverð á nýrri síld frá skipi, annari en þeirri, sem veidd er í botn- vörpur og þeirri, sem matsmenn fyrir- skipa að hreistra, er á öllum afgreiðslu- stöðum á Skotlandsströnd, milli Brims Ness og Girdle Ness og þar með taldar Orkneyjar og Shetland, eins og hér seg- ir: Frá 1.—13. júní 1936, að báðum dög- um meðtöldum, 16 shillings fyrir Cran; frá 15.—30. júni 1936, að báðum dögum meðtöldum 18 shillings fyrir Cran. II. Lágmarksverð á nýrri sild frá skipi, annari en þeirri, sem veidd er i botn- vörpur, og þeirri sem matsmenn fyrir- skipa að hreistra, er á sérhverjum af- greiðslustað á Skotlandsströnd, milli Brims Ness og Mulí of Cantyre, þar með taldar Hebrideseyjar, sem hér segir: Frá 1.—30. júní, að báðum dögum meðtöld- um, 20 shillings fyrir Cran. [1 Cran er 37x/2 gallon, gallon = 4x/2 literj. Petta er lægra verð, en síldveiðamenn höfðu áætlað, en hærra heldur en síld- arsaltendur höfðu stungið upp á. Fiskimenn höfðu farið þess á leit við síldarsölunefnd, að hún setti lágmarks- verðið 17!/2 shilling fyrir Cran, fyrir ný- veidda síld úr skipi, við austurströnd Skotlands, að meðtöldum Orkneyjum og Shetlandseyjum; átti það verð, að gilda fyrir fyrri helming júnímánaðar, en 20 shillings fyrir Cran síðari helming mán- arins, og lágmarksverð við vesturströnd- ina, 25 shillings fyrir Cran, allan júní- mánuð. Síldarsaltendur höfðu stungið upp á, að lágmarksverð væri 15 shillings fyrir fyrri helming júnímánaðar og 17 shill- ings fyrir hinn síðari. Fiskimönnum var bent á, þegar þeir stungu upp á lágmarksverðinu, að sild- arsölunefndin hefði ákveðið lágmarks- verð, eftir að hafa reiknað út hvað þeir þyrftu að fá fyrir sildina til þess að hlut- ur þeirra }a*ði svo, að þeir og þeirra gætu haft sæmilega útkomu. Síldarsölunefndin hefur ákveðið báta- tölu, sem stunda má síldveiðar frá Norð- ur-írlandi, á tímabilinu 29. maí til 11. júlí 1936, að báðum dögum meðtöldum; er svo ákveðið, að aðeins 47 bátar megi þar stunda síldveiðar. Bátar, sem leyfi fá til að veiða síld, eru valdir, sem þar til hæfir, af síldarsölunefndinni, sem starf- ar á Norður-írlandi og sækja verður um leyfi, áður en nefndin velur úr bátum. Sala úr skipum (fyrsta afhending) sem veiða með hring- eða dragnót, er bönn- uð á Norður-írlandi frá 28. maí til 11. júlí 1936, að báðum dögum meðtöldum. Laugardaginn 6. júni, var 2 miljónum sílda fleygt í sjóinn frá Lerwick og 300 þúsundum frá Peterhead; var orsökin þessi: 160 bátar fóru á veiðar föstudaginn 5. júni og komu að í Lerwick og Peter- head morguninn 6. júní með síldarafia, sem var að meðaltali 33 Crans á bát, eða alls 5280 crans. Síldarsaltendum var ómögulegt að verka meira en 2500 crans, 700 voru látin í reykhús, og eftir varð 2000 crans, eða 2 milljónir sílda, sem ekki var auðið að hirða. Verð á síld var þá, 16—25 shill- ings. Hefði verið annar dagur en laug- ardagur, hefði mátt bjarga meiru, en helgin fór í hönd og þá er ekki unnið.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.