Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1936, Blaðsíða 7

Ægir - 01.06.1936, Blaðsíða 7
Æ G I R 125 dregið mikið úr þessum göllum. Ég sló til hljóðs fyrir þeirri hugmynd fyrir þrem- ur árum, að kæliútbúnaður yrði seltur í hin íslenzku skip, sem annast fiskflntn- inga, og skrifaði rikisstjórninni um það. Síðan hef ég reynt að vekja áhuga fyrir þessu, en ekki get ég sagt, að það hafi tekist vel. Fyrir mér vakir það, að þessi útbún- aður þurfi ekki að verða mjög dju-. Fisk- inum ætti að vera borgið, ef hægt er að halda hitanum neðan við 8 stig. En til þess ætti ekki að þurfa stórar kælivélar. Enda segja fróðir menn niér, að aðal- kostnaðurinn yrði einangrun á dekki, og því sem er ofánsjávar af hliðum skips- ins. Eg sá þess getið í norsku blaði fyrir löngu, að þessi hugmynd hefði komið hér fram. Ekki veit ég hvort það hefur orðið til þess, að Norðmenn buðu Barce- lonamönnum í fyrra vor, að flytja fisk til þeirra í kæliskipi, og ekki er mér heldur kunnugt um hvort þetta var gert; en ég hef fyrir satt, að þetta hefði verið boðið. Við getum því búist við, að Norð- nienn verði á undan okkur með þessa endurbót, og ýti okkur betur til hliðar á Spánarmarkaðinum, eins og þeir hafa verið að gera að undanförnu, Mikið af þeim skemmdum, sem nefnd- ar voru ættu að hverfa úr sögunni ef fiskurinn væri kældur áður en hann fer í geymslu hér, og yrði svo kældur í ílutn- ingaskipunum. Og hér kem ég að nýju atriði í þessu máli. Það er öllum ljóst að það þarf að kæla fisk eflir þurkun, ef hann hefur verið þui-kaður í nokkrum hita, og þetta er gert með því að umstafia fiskinum nokkrum sinnum. Þetta kemur að haldi ef það er gert í köldu veðri, og jafnel í nokkrum hita, þvi í öllu falli kemst þó loft að fiskinum, svo hann verður ekki fúll. Þó er árangur af þessu vafa- samur ef um vel þurran fisk er að ræða, og lofthiti er talsverður. En enginn vafi er á því, að sá fiskur sem er þurkaður á hauslin, eftir að loft fer að kólna, heldur bezt sinum hvíla lit. Sama má segja um þann fisk, sem er þurkaður í góðu þurkhúsi á haustin eða veturnar, eða ef lokið er við þurkun þar; enda er þá kalt loft æfinlega látið leika um hann, hæfilegan tíma, áður en hann er látinn i stakk. Nú er það líka víst að innan i stökkunum heldur fiskurinn sama hitastigi og hann hafði þegar hann var látinn í þá, og reynzlan hefur sýnt, að þessum fiski er engin hætta búin, þó hann liggi hreyfmgarlaus lengri tíma. Það má því segja, að full reynzla sé fengin fyrir því, að vel kældur fiskur geymist lengi hér, og heldr.r sér bæði að lit og lykt, án þess að vc:a hreyfður. Það virðist því vera óhætt að draga af þessari reynzlu þá ályktun, að væri fisk- ur kældur í kæliklefa, t. d. niður í frost- mark, á vorin eða sumrin, þá á hann að geta geymst lengi óskemmdur, og þá er náttúrlega bezt að hreyfa hann sem minnst eftir kælingu og ekki nema í til- tölulega köldu veðri. En er þá hægt að koma þessu í verk kostnaðarins vegna'? Eg bygg að við öll stærri fiskgeymslubús sé þella vel fært. Mér hefur talist svo til, að í klefa, sem væri 5x5 metrar og 2^2 meter á hæð, mætti kæla 100 skpd. á dag. Fróður maður um þessa hluti hefur gizkað laus- lega á lága upphæð til stofnkostnaðar á klefa og kælivél, en ég hefi ekki að svo stöddu leyfi til að nefna upphæðina. Eg tel því að á hinum siærri fiskverkunar- stöðvum mundi þetla borga sig vel, jafn- vel þó ekkert væri reiknað með því ör- yggi sem kælingin veitti, beldur því einu, sem sparaðist við umstöflun, ef fiskur-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.