Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1936, Blaðsíða 3

Ægir - 01.06.1936, Blaðsíða 3
ÆG IR MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ISLANDS 29. árg. Reykjavík — Júní 1936 Nr. 6 íslenzkur saltfiskur á að vera hvítur. Eftir Svein Árnason fiskimatsstjóra. Grein þessi er að efni til samhljóða úlvarpserindi, sem ég flutti í fyrrahaust, en af þvi það fjallaði um það atriði, sem ég álít mest áríðandi í fiskverkun, þá þykir mér rétt að rifja það upp, þegar fiskþurkun er nýbyrjuð. Pví hefur verið haldið fram með réttu, að gæðum íslenzks saltfisks hafi farið aftur á undanförnum árum. Orsökin til þess er að nokkru leyti hirðuleysi, en að mestu breyttar veiðiaðferðir. Áður var fiskurinn mestmegnis veiddur á hand- færi, og stuttar lóðir. Hver einasti fisk- ur var tekinn bráðlifandi af önglinum, °g skorinn strax, svo honum gæti blætt út. Fiskmagnið var lítið og aðgerðin fór fram stuttu eftir að hann var veiddur. Pegar togarar komu til sögunnar varð fiskmagnið meira, og minni nákvæmni höfð við hvern einastakan fisk, enda var þessum fiski þá haldið sér, og hann seld- ur fyrir lægra verð. Nú er mest af fisk- inum veiddur jöfnum höndum á togur- um og stórum vélskipum, en siðan þau komu til sögunnar, er lögð í sjóinn svo löng líua, að meira og minna af fiskin- um er dasað og dautt, þegar hún er dregiu upp. Fiskurinn lendir svo i stór- um kösum, og aðgerðinni er ekki lokið fyr en löngu eftir að fiskurinn veiddist. »Hráefnið«, sem saltfiskurinn er gerð- ur úr er þannig ekki svipað því eins gott og fyrrum. Verkuninni í landi hefur aftur á móti ekki farið aftur, lieldur þvert á móti. Aukin þekking og bættar aðferðir hafa gert það að verkum, að við höfum hald- ið velli í samkeppni við aðrar þjóðir, þrátt fyrir afturför í gæðum hráefnisins. Eg hef átt þess kost að sjá aftur og aftur saltfisk okkar á erlendum mark- aði og keppinautanna til samanburðar. Eg hef sannfærst um, að það er eitt ein- kenni, sem hefur fremur öðru haldið uppi áliti íslenzka fisksins. Hann er að jafnaði hvítari og blœfallegri en fiskúr keppinauianna. Það er líka víst að kaup- endur að íslenzkum fiski, búast við að hann hafi þennan kost, en ef út af því ber, þykjast þeir illa sviknir. Það hefur verið álit )rmsra manna hér, að það væru að eins Spánveriar og í- talir, sem gerðu þessa kröfu. En þetta er mesti misskilningur. Eg hef nýlega sannfærst um það suður í Porlúgal, að þar álita menn þetta mikilvægasta kost vörunnar; og sk5Trslur þeirra Thor Thors og Kristjáns Einarssonar um Ameríku- ferðir þeirra, bera vott um, að þar sé þessu eins varið. Petta atriði i verkun og gegmslu salt- fisks, verðum vér því ekki einungis að halda fast í, heldur gera það sem hœgt er og skgnsamlegt, til þess að rœkta þeiia

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.