Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1936, Blaðsíða 13

Ægir - 01.06.1936, Blaðsíða 13
Æ G I R 131 Borgundarhólmur. Af öllum hinum fögru eyjum Dan- merkur, mun Borgundarhólmur einna tilkomumest. Flatarmál eyjunnar eru 226 enskar fermílur og íhúatala 45 þúsund- ir manna. Málið, sem eyjarskeggjar tala er ólíkt öðrum mállýzkum Danmerkur; hafa menn reynt að varðveita það og hefur það tekist furðanlega. Leikrit eru samin á daglegu máli, kvæði ort ogsung- in og í barnaskólum er ekki unuið gegn mállýzkunni, heldur þvert á móli kapp- kostað, að hún megi haldast. Þjöðskáld Borgundarhólms er nú fiskimaðurinn, málarinn, veilingamaðurinn og rithöf- undurinn II. P. Maagensen og á hann heima i Gudhjem, litlu þorpi á norður- strönd eyjarinnar. Hann skrifar oft á eyjarmálinu í Rönneblöðin og hvetur menn lil að varðveita það. Síldveiði er mikill þáttur í atvinuu- lífi eyjarskeggja, og reykta síldin er fræg, (de dajlia valsajnada sill). Þeir trúa ekki, að nokkur sá Dani sé til, sem ekki finn- ur muninn á síld, sem reykt er við sag og þeirra síld, sem reykt er við elnivið. Iðnaður er mikill (leirvöru, terracotta) og grjótnám. Frá Borgundarhólmi eru stærstu granitsteinarnir í hrúnni yfir Litlahelti, en slærsti granitkletturinn, sem þaðan hefur verið sendur var sá, sem hinn mikli minnisvarði Niels Finsens var höggvinn úr, i Kaupmannahöfn. Borgundarhólms-klukkurnar, þekkja margir íslendingar, þvf þær voru lil skamms tíma víða hér í húsum og klukk- an á ganginum í Menntaskólanum er þaðan. Enn er sá iðnaður stundaður þar, en nú munu að eins fáir menn smíða slíkar klukkur, en 200 ára áhyrgð mun fásl á þeim. (Ivlukkan í Mennta- skólanum mun núvera um 00 áragömul). Siglingamenn eru eyjarskeggjar miklir og liafa ávalt verið taldir með beztu far- mönnum Dana. Nokkrir íslendingar hafa gengið á stýrimannaskólann í Rönne og auk þess hafa íslendingar gengt þar em- hættum. Frá Borgundarhólmi voru gerð útskip í verzlunarferðir til íslands, einkum Norðurlandsins, Húsavíkur o. 11. staða; voru það einkum Providentia og Valde- mar, sem fóru þær ferðir — og varð ég hissa, jiegar ég kom til Rönne og hyrj- aði nám á stýrimannaskóla þar, 4. júlí 1890, hve margir könnuðust við Islaud og þekktu þar menn og ýms málefni. Ilvort það hefur verið af því, að ég mætti þar meiri alúð en framandi sjó- menn mæta almennt, þar sem þeir eng- an þekkja, skal ósagt hér, getur einnig verið af þvi, að hér bjó goll fólk oghýr. Mér vitanlega hafa auk mín gengið á Rönneskóla, Friðgeir Hallgrímsson skip- stjóri, síðar kaupmaður á Eskifirði og Guðmundur Kristjánsson skipstjóri, nú kaupmaður í Keflavík. Friðgeir giftist þar og var lengi búsettur í Rönne. Þeg- ar ég kom þangað, var þar bæjarfógeti, Olevarius, sem hafði verið sýslumaður í Múlasýslu. Hann var giftur Þorgerði systur Tómasar Hallgrímssonar, sem lengi var læknir í Reykjavík, og í Svaneke var Guðni Guðmundsson læknir, frá Mýrum í Dýrafirði; hafði liann einnig gegnt læknisstörfum hér í hæ i nokkur ár. Faðir Riisbræðra var frá Borgundar- hólmi, var fyrst skipstjóri og síðar verzl- unarstjóri á Isafirði (gamli Riis). Lækn- ir í Rönne er nú, Þórður Guðjohnsen frá Húsavík; má af þessu sjá, að kunn- ingsskapur hefur nokkur verið með ís- lendingum og Borgundarhólmurum og farið vel á. A eyjunni er mjög heilnæmt, fáir sjúk- dómar og fólk verður þar gamalt, eins

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.