Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1936, Blaðsíða 4

Ægir - 01.06.1936, Blaðsíða 4
122 Æ G I R einkenni, sem verður að vera sérstakt fyr- ir islenzkan fisk, hvar sem hann kemur fram. Náttúran sjálf hefur lagt þetta einkenni upp í hendur okkar, því það er fyrslog fremst hinu hæfilega þurra, svala og heilnæma loftslagi bér að þakka, að fisk- ur okkar er hvítari en annara þjóða, sem framleiða saltfisk. En við verðum bæði að gera þetta einkenni áberandi og viðhalda því, þar sem góð og greið sala veltur að miklu leyti á þessu. Það er ekki tilgangur minn að fara í þetta sinn, út í smáatriði um aðgerð og verkun fisksins, þó mörg af þeim hafi þýðingu fyrir hið hvíta útlit, heldur minnast á það eitt, sem veruleg áhrif hefur á þetta einkenni. Fyrsta skilyrði er, að notað sé hreint salt. Þetta er atriði, sem hefur verið á- litið þýðingarmest til þess að fiskur verði hvítur og þokkalegur. Það hefur líka þótt mikilsvert, að notaðar væru sér- stakar saltlegundir, eins og t. d. Ihisa- salt, en ég verð að segja, að ég held ekki, að þetta hafi eins mikla þýðingu og af er látið, ef saltið er bara vel hreint. Að sjálfsögðu þarf líka að gæta þess, að fiskurinn sé alltaf vel þveginn bæði fyr- ir söllun og þurkun. Þá verð ég í sam- bandi við söltunina að taka það fram, að enginn saltfiskur verður eins hvítur og fallegur, eins og sá, sem er kassa- eða pækilsaltaður. Og það er álit mitt, að allur fiskur, sem fer til Spánar og í- talíu ætti að vera saltaður á þennan hátt og jafnvel hvert sem hann fer. Söltun eftir þvott hefur stórmikil á- hrif á hinn hvita lit fisksins og það er þessi söltun, sem enn á mikinn þatt í að flskur okkar er hvítari en keppi- nautanna. Það eru ekki svo mörg ár síðan þetta varð fastur liður i saltfisk- verkun okkar, en ég hygg að aðrar þjóð- ir hafi ekki tekið þetta upp, nema þá að litlu leyti og helzt Færeyingar. Eins og áður er sagt, þá er það lang mikilsverðasta atriðið í verkuninni, að fiskurinn fái þennan hvíta i)læ, og að hann komist þannig útlits á markaðinn. Ef fiskurinn er hreinn og hvítur þegar þangað kemur, þá er ekki tekið svo hart á öðrum smágölblm, sem á honum kunna að vera. En þar kemur nú að aðalvandanum. Það er ekki nóg að einhverntíma hafi tekist að gera fiskinn bjartan og hvítan yfirlitum, hann þarf líka að halda áfram að vera það, bæði í geymslu hér og á flutningaskipunum. Frá því fyrst yar farið að meta fisk, til útílutnings héðan, hefur það verið eitt stórt atriði við matið, að ekki væri látinn fara gulur fiskur í fyrsta flokk. En hins vegar hefur verið látinn í þenn- an flokk fiskur, sem farinn er að blikna, eða með öðrum orðum »volta« fyrirgul- um blæ á honum. Þetta er dálítið hættu- legt. Það er undir áliti viðkomandi mats- manna komið, hvað er gult og hvað er bliknað, og hugtakið kann stundum að verða nokkuð rúmt. Birtan í húsum þeim sem metið er í, og jafnvel sólfarið úti getur líka haft á- hrif á þetta. Og af því hvað erfitt er að sjá gulan blæ á fiski við lampaljós, er fyrirhoðið að meta fisk nema við dags- birtu. Þá liggur ekki minni hætta í því, að fiskur, sem farinn er að blikna, haldi áfram að gulna í flutningaskipunum eins og ég hef marg bent á áður, og kem betur að síðar. Jafnvel snjóhvítur fiskur, hefur orðið heiðgulur á leiðinni til Eng- lands. Og síðast en ekki sízt: Kaupend- ur eru stöðugt að verða kröfuharðari um þetta atriði. Þegar kvartanir koma út af fiski, þá er því nær æfinlega kennt um, að fisk-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.