Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1936, Blaðsíða 18

Ægir - 01.06.1936, Blaðsíða 18
 13G Æ G I R ár, fyrst til vöruflutninga og síðar á fisk- veiðar. Stærð þess var 4G,4 lestir. Ekki er óhugsandi, að í því hafl verið einhverjir munir frá fyrri timum, sem erindi hefðu átt á safn. Þjóðhátíðarmanuðinn, ágúst 1874, var »Tjalfe« hleypt af stokkunum í Dan- mörku og taka eigendur við hinu ný- smíðaða skipi, 23. september s. á. Elzt allra íslenzkra skipa, sem enn ganga til fiskveiða, er »Geysir« frá Bíldu- dal, B. A. 140, Hvorki i skipaskrá Sjó- mannaalmanaksins eða í elztu skipa- skrám ríkisins fmnst aldur skipsins; er þess fyrst getið 1877. Árið 1873 kom »Geysir« fyrst til Hafnarfjarðar frá Dan- mörku, hlaðinn kaupmannsvöru (Styk- gods) og keypti kaupmaður Jes Christ- ensen það og Iiélt því riokkur ár á fisk- veiðum. »Geysir« var skonnorta, 29 lest- ir að stærð og var lengi talin hrað- skreiðast skip hér um slóðir. Það var nokkuð gamalt er það kom, hafði áður verið gufuskip og sáust þess glögg merki, en hvar það hafði siglt, sem slíkt, er ó- kunnugt. Það var eikarskip er það kom hingað fyrst, en nú er ekki skýrt frá efni í skipaskránni, sem getur verið margs- konar, eftir margar viðgerðir og breyt- ingar, á liðnum árum. Fyrst var skipið rennileg skonnorta, síðar var siglingu breylt í kútter og var þá gamli »Geysir« lítt þekkjanlegur, svo var settur í hann mótor og eun þraukar hið gamla skip, sem cftir því sem næst verður komist, er einhversstaðar milli 70 og 75 ára gam- alt og enn við veiðar. Hinn 12. júní þ. á., fór fram skoðun á ms. »Njáli« G. K. 123, eign samvinnu- fél. Björg í Hafnarfirði. »Njáll« er 36 lestir að stærð og kom hingað til lands (Hafnarfjarðar) í júli 1883 og var svo- nefnd jaktskonnorta. Nú er sigling lík og á kútter. Hann er smíðaður, úr danskri eik, í Njrsted í Danmörku, sama árið og hann kom; keyptu Seltirningar hann og höfðu á þorskveiðum í mörg ár; hafa margir merkir menn verið skipstjórar á »Njáli« og fyrstur allra Jón Jónsson frá Melshúsum. Við skoðun reyndist skipið traust og hvergi fúið og er nú 53 ára gamalt. Mótor mun hafa verið settur í »Njál« árið 1906; var það 28 ha. Alpha- vél og var sama vélin í skipinu um 20 ára skeið. Þegar vélin var sett í, var það eign Miljónafélagsins, semhéltskip- inu úti til vöruflutninga. »Queen Mary«. Hinn 27. maí sl. lagði hið nýja risa- skip »Queen Mary« úr höfn frá Eng- landi, áleiðis til New-York, í hina fyrstu ferð. Ferðin gekk vel, en bláa bandið öðlaðist skipið ekki og varla við að bú- ast, því vélar verða að liðkast, áður en farið er að pína sllk skip og við öflug- an keppinaut að tefla, þar sem hið frakk- neska risaskip »Normandie« er, sem enn á bláa bandið. »Queen Mary« er talin að vera 80,6 þúsund lestir að stærð, en »Normandie« er 82,799 leslir. Við tækifæri verður birt mynd af skip- inu, í Ægi, en vart mun verða auðið að lýsa því, svo að nokkru gagni komi, þvi það er eitt af þeim furðuverkum heims- ins, sem menn verða að sjá og skoða lengi, ef eínhver hugmynd á að fást um smíði og lilhögun. f Framkv.stj. Þórarinn Böðvarsson í Hafnarfirði, andaðist hinn 5. júní. Hann var vel látinn sæmdarmaður. Jarð- aður var hann hinn 17. júní, að við- stöddu fjölmenni.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.