Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1936, Blaðsíða 10

Ægir - 01.06.1936, Blaðsíða 10
128 Æ G I R menn vildu hafa gát á því og hirða þá. Hafállin er all-líkur vatnaál á sömu stærð, en er tíðast miklu stærri, 1—2 m á lengd og 5—15 kg á þyngd, en getur orðið miklu stærri. Frá vatnaál er hann auð- þekktur á því, að hakugginn á honum nær lengra fram, fram á móts við eyr- uggahroddana, en á vatnaálnum, þar sem hakugginn á honum nær aðeins kippkorn fram fyrir raufina; hafállinn er alveg hreisturlaus, þar sem hinn hef- ir (mjög smátt) hreistur. 2. L i 11 a brosma (Phycis blenni- oides). í fiskahók minni hefi ég getið þess, að þessi fiskur, sem telst til þorska- ættarinnar, sé all-líður í Háfadjúpi (Fjalla- sjó, djúpl), á 220 m dýpi eða þar um bil, og hafi eitt sinn fengist á Selvogs- hanka. en óþekktur annarsstaðar hér við land. En síðan hefir hann fengist nokk- urum si'nnum lengra vestur með suður- ströndinni, og skal hér greint frá þeim dæmum, sem ég veit um. 1 fékkst haustið 1924 í Háfadjúpi, en skemmdist (samkv. upplýsingum frá Gísla Lárussyni); 2. fékkst á 115 fðm ASA af Eldey á togaranum »Skallagrími« vorið 1932, 3. fékkst cá lóð í Grindavík 1934 á 60—70 fðm, 4. í Miðnessjó (norðar hef- ir fisksins ekki orðið vart) í fyrra vor, 5. á Selvogsbanka í vetur er leið, í hotn- vörpu á varðskipinu »Pór« og loks feng- ust 2 í vor er leið á lóð á 60—70 fðm í Grindavíkursjó. Alla þessa 7 fiska hefi ég séð; þeir hafa verið 44—70 cm lang- ir, ílestir hrygnur, með lítt þroskuð egg. í maga einnar (Grindavík 1934) var litli kampalampi (Pandahis MoniaguiJ, hinir ílestir tómir. Af hrosmum eru hér þekktar 2 teg- undir, auðþekktar frá öðrum þorskfisk- um á því, að kviðuggarnir eru mjög langir og mjóir og klofnir í endann. Hreistrið er stórgert nokkuð. Litlahrosma er tíðast 50—60 cm, en getur orðið 100 cm eða meir, hin sem nefnist s t ó r a b r o s m a (Ph. borealisj, er stærri, 80— 110 cm og aðeins fundin hér við land, í Faxaflóa og Miðnessjó, 5 fiskar alls, síðasti 1926. Báðar eru þær vel ætar, en ekki góðar, líkjast nokkuð stórufsa. Gott væri ef fiskimenn vildu lofa mérað sjá þessa fiska, einkum stóru brosmu, ef þeir fá þá. 3. Geirnyt (Chimœra monsírosaj vil ég nefna hér, ekki af því, að hún sé svo fágæt hér, að hana megi telja með sjald- séðum fiskum, heldur af því, að hún veiðist fremur sjaldan, svo að fiskimenn þekkja hana og eðli hennar næsta lítið, nefna hana t. d. »rottufisk« og »særottu«, eflir hinu enska og þýzka nafn hennar (Sea Rat og Seeratte, á Norðurlanda- málum Sömus) (sæmús), en geirnyt er hennar eiginlega íslenzka nafn, sem vert er að halda í heiðri. — Hún er, eins og sagt er frá í fiskahók minni, all-algeng við S- og SV-slröndina frá Dyrhólaey til Breiðafjarðar (Reynisdjúpi til Kollu- áls og fæst einkum í Fjallasjó, á Eldeyj- arhanka og í Jökuldjúpi.1 B. Sœm. Rannsóknarferð á varðskipinu »Þór«,júní—ágúst. Hinn 19. júní að kveldi, lagði skipið út til að mæla ýms svæði í Grænlandshaíi ogleita nýrra fiskimiða m. fl. Með skipinu verða við rannsóknir, magister Arni Friðriks- son og skipstjóri Guðmundur Jónsson. Skipstj. á Þór er Jóhann Jónsson. 1) Fiskimenn vorir, einkum á togurum og línuskipum eru nú farnir aö nefna djúpmiöin í kringum utanvert Snæfellsnes: Jökuldjúpið, Dritvíkurgrunn og Kolluál, einu nafni Jökul- djúp og er þaö leitt, því að pað getur valdið misskilningi, auk þess sem góðum og gömlum nöfnum ber að halda í heiðri.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.