Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1936, Blaðsíða 17

Ægir - 01.06.1936, Blaðsíða 17
Æ G I R 135 aðrir voru við bryggjur nýmálaðir, eða úti á höfn, þilför tjörguð, möstur olíu- borin og hvervetna mátti finna vand- virkni og góðan smekk. Hefði verið byrj- að vestur á dráttarbraut Daníels Þor- steinssonar, mátti fyrst líta mb. »Örnin« G. K. 127, frá Keflavik; stóð báturinn á brautinni og þannig frá honum gengið, sem Iystisnekkja væri, og alla leið aust- ur að steinbryggju, mátti líta snyrtilega málaða báta, altilbúna og aðra, sem ver- ið var að ganga frá. Hér er að vakna áhugi fyrir að vanda frágang báta og skipa, hvað útlit snertir, og um leið unnið að þessu á þeim tíma árs, er viðurinn teknr bezt möti því, sem á hann er borið og hefur gott af. Það var sú tíð, að mótorbátar, sem á höfninni og kringum hana sáust, voru henni og eigendum enginn sómi, en nú er nýr tími að hefjast og þegar sjómenn einu sinni byrja að halda skipum sín- um til, þá halda þeir því áfram, þeir verða skotnir í þeim, eins og karlmaður í kvenmanni og leiðist að sjá þau illa til fara. I Ægi hefur oft verið fárast út af van- hirðingu skipa og ])áta, og því þá ekki minnast á framfarir þær, sem hér eru að verða. Velhirtar fleytur, hverju nafni sem nefnast, benda á menningu ogþrifn- að sjomanna þeirra, sem með fara, því skipin eru öflugri auglýsingar um menn- ingu þjóðar, en menn almennt hyggja. í júlí-hefti Ægis 1935 bls. 189, var minnst á 3 báta frá Suðurnesjum, sem lögðu út frá Reykjavíkurhöfn til síld- veiða, að kveldi hins 22. júní. Þeir voru þánnig útlits, að þeir áuglýstu kunnáttu og góðan smekk þcirra, sem þrifið höfðu og gengið frá þeim og voru eigendum og bygðarlagi til sóma, hvar sem þeir hefðu komið. Nú eru þeir svo margir, sem sama má segja um og því verða engin nöfn nefnd, en framfarir í þessa átt eru svo auðsæjar, að vert þykir að minnast á þær, og enginn búhnykkur að reyna að þegja þær í hel. 10/g '36. Svbj. Egilson. 142 ára gamalt seglskip. Elzta seglskip Dana er jaktin »Anna« frá Vejle, sem dagana, sem þetta er ril- að, er stödd í Marsdal. Þar var skipið smíðað árið 1794. Danska sjóminjasafnið á Krónborg, hefur boðið 6000 kr. í skipið og er ætl- unin að geyma það og halda þvi við, en i Marsdal er einnig boðið í skipið, þar er það smiðað og þar hafa menn hug á að geyma það, um aldur og æfi, sem skipið, sem lengst hafði verið í förum, af öllum skipum Dana. Er enn óséð, hverjir bjóða betur. Eigandi þess nú, er skipstjóri Fahnöe og telur hann skipið svo haffært,Aað hann tfeystir sér til að sigla því í Englands- ferðir, en eigi hann að halda því lengur i förum, verður hann að seta mótor i það, til að fylgjast með tímanum, en þá er skipið ekki förngripur lengur. Langur tími mun líða þar til íslenzkt sjóminjasafn fer að bjóða í gömul haf- skip til að geyma þau í heilu líki, og menn koma sér saman um, hvað vert sé að geyma, eða hvort það sé ómaks- ins vert að vera að safna endurminn- ingum frá sjónum, hlutum, sem enn cr sannanlegt, hvar hafi verið, til hvers not- aðir og hvaðan runnir. I fyrra var skonnorta »Tjalfe« B. A. 64, rifin. Það skip varð 61 árs gamalt, hafði gengið frá Bíldudal i fjöldamörg

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.