Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.1936, Qupperneq 17

Ægir - 01.06.1936, Qupperneq 17
Æ G I R 135 aðrir voru við bryggjur nýmálaðir, eða úti á höfn, þilför tjörguð, möstur olíu- bo rin og hvervetna mátti finna vand- virkni og góðan smekk. Hefði verið byrj- að vestur á dráttarbraut Daníels Þor- steinssonar, mátti fyrst lita mb. »Örnin« G. K. 127, frá Keflavík; stóð báturinn á brautinni og þannig frá honum gengið, seni lystisnekkja væri, og alla leið aust- ur að steinbryggju, mátti líta snyrtilega málaða ])áta, altilbúna og aðra, sem ver- ið var að ganga frá. Hér er að vakna áhugi fyrir að vanda frágang báta og skipa, hvað útlit snertir, og um leið unnið að þessu á þeim tima árs, er viðurinn tekur liezl móti því, sem á hann er borið og befur gott af. Það var sii tíð, að mótorbátar, sem á höfninni og kringum hana sáust, voru henni og eigendum enginn sómi, en nú er nýr tími að hefjast og þegar sjómenn einu sinni byrja að balda skipum sín- um til, þá balda þeir því áfram, þeir verða skotnir í þeim, eins og karlmaður í kvenmanni og leiðist að sjá þau illa til fara. I Ægi hefur oft verið fárast út af van- hirðingu skipa og l)ála, og því þá ekki miunast á framfarir þær, sem hér eru að verða. Velbirtar fleytur, hverju nafni sem nefnast, benda á menningu og þrifn- uð sjómanna þeirra, sem með fara, því skipin eru öflugri auglýsingar um menn- ingu þjóðar, en menn almennt byggja. í jiilí-hefti Ægis 1935 bls. 189, var minnst á 3 báta frá Suðurnesjum, sem lögðu út frá Reykjavíkurhöfn til síld- veiða, að kveldi hins 22. júni. Þeir voru þannig útlits, að þeir auglýstu kunnáttu og góðan smekk þcirra, sem þrifið höfðu og gengið frá þeim og voru eigendum og bygðarlagi til sóma, hvar sem þeir hefðu komið. Nú eru þeir svo margir, senr sáina má segja um og því verða engin nöfn nefnd, en framfarir í þessa átt eru svo auðsæjar, að vert þykir að minnast á þær, og enginn búlmykkur að í'eyna að þegja þær í hel. 10/g ’36. Svbj. Egilson. 142 ára gamalt seg'lskip. Elzta seglskip Dana er jaktin »Anna« frá Vejle, sem dagana, sem þetta er rit- að, er stödd í Marsdal. Þar var skipið smíðað árið 1794. Danska sjóminjasafnið á Krónborg, hefur boðið 6000 kr. í skipið og er ætl- unin að geyma það og halda því við, en í Marsdal er einnig boðið í skipið, þar er það smíðað og þar liafa menn hug á að geyma það, um aldur og æfi, sem skipið, sem lengst hafði verið i förum, af öllum skipum Dana. Er enn óséð, hverjir ])jóða betur. Eigandi þess nú, er skipstjóri Fahnöe og telur liann skipið svo haffærtýað hann treystir sér lil að sigla því í Englands- ferðir, en eigi hann að halda því lengur í förum, verður hann að seta mótor í það, til að fylgjast með tímanum, en þá er skipið ekki forngripur lengur. Langur tími mun líða þar til íslenzkt sjóminjasafn fer að bjóða í gömul haf- skip til að geyma þau í heilu líki, og menn koma sér saman um, hvað vert sé að geyma, eða hvort það sé ómaks- ins vert að vera að safna endurminn- ingum frá sjónum, hlutum, sem enn er sannanlegt, hvar hafi verið, lil hvers not- aðir og hvaðan runnir. í fyrra var skonnorta »Tjalfe« B. A. 64, rifin. Það skip varð 61 árs gamalt, hafði gengið frá Bíldudal i fjöldamörg

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.