Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1936, Blaðsíða 12

Ægir - 01.06.1936, Blaðsíða 12
130 Æ G I fí fengnu samþykki ráðherrafundar. Þessi tollhækkun gildir jafnt um allar vörur, hvaðan sem þær koma, og verður því að teljast líklegt að tollurinn falli á neytend- ur hér, en auðvitað er ætlast til þess um leið, að neyzla innflutts varnings minnki. Þessi tollhækkun nemur 51,20 gullpe- setum á lest af saltfiski, svo tollurinn kemst upp i 731 pappírspeseta, eða um 460 ísl. kr. Tekjurnar af þessari tollhækk- un verða um 31,5 millj. peseta, fyrir þá sjö mánuði, sem eftir eru ársins, og á að nota það fé til að styrkja gengi pesetans. Svo sem ég gat um í aprílskýrslu minni, var ákveðið, að kaupfélögin hér skyldu fá 25% af saltfiskinnflutningnum, og átti sú ráðstöfun að draga úr verðhækkuninni á þessari nauðsynjavöru almennings. Á Norður-Spáni eru kaupfélögin all-styrk, en hér á suðurströndinni og í Kataloníu gætir þeirra lítið. Þetta ákvæði hefði þvi orðið til þess, að innflutningurinn til Kata- lóníu hefði minnkað um f jórðung, en auk- ist að sama skapi fyrir aðra landshluta. Þar sem leyst hefir verið upp hlutafélag hér i Barcelona, sem hafði innflutning á um 3.000 smálestum, hefði þessi takmörk- un leitt til þess, að í viðbót við aðrar tak- markanir, hefði innflutningurinn hingað fallið niður í 40% af því, sem hann var áður . Hér í Kataloníu er talið, að 1000—1400 fjölskyldur, eða allt að því 7.000 manna, byggi afkomu sína á verzlun með saltfisk. Sá því mikill fjöldi manna afkomu sína í hættu og ákváðu þeir, að taka sér ferð á hendur til Madrid til að ræða mál sín við sljórnina og verzlunarmálaráðherrann. Tóku nær 300 manns þátt í þeirri för, og voru þar fulltrúar fyrir innflytjendur og smásala, verkamenn í kælihúsum og við höfnina, skrifstofumenn og afgreiðslu- menn. Tók ráðherrann allvel í mál þeirra og lofaði, að innflutningur Kataloníu skyldi ekki skertur frekar, hvað fisk snerti, svo innflytjendur í Kataloniu skyldu fá að skipta þessum 25% milli sín. Enn vita menn ekkert hvernig salt- fiskinnflutningnum í ár muni reiða af, því aðeins Frakkland og Þýzkaland, hafa fengið innflutningsskammt sinn, sem er 500 lestir fyrir Þýzkaland og 9.000 lestir fyrir Frakkland. Samningarnir við önnur lönd ganga mjög seint. Það fréttist ekk- ert um samningana við Bretland, en talið er líklegt, að bæði Danmörk og Noregur verði að ganga að jafnaðarkaupum. Hafa Danir sem stendur miklar smíðar á hendi fyrir Spánverja, þar sem eru bæði togar- arnir til Pysbe og einnig járnbrautar- mótorar. Hafa þingmenn frá Norður- Spáni, þar sem Pysbe hefir aðsetur sitt, kvartað undan því við stjórnina, að gjald- eyrisnefndin yfirfærði ekki fé til að greiða togarana og tefði það fyrir afhendingu þeirra, og yki atvinnuleysi. Norðmenn standa þó öllu ver að vigi, því Spánverjar vilja taka flutningsgjöld þau, er norsk skip hafa fyrir flutninga til Spánar og frá, inn i jafnaðarkaupin, en ef Norðmenn ganga að þvi, að einhverju leyti, munu þeir naumast geta keypt fyrir svo mikið, að þeir.geti selt sama magn og áður af saltfiski. Virðingarfyllst, Helgi P. Briem. f Guðmundur Bjarnason, kenndur við Bjarnabæ, andaðist á Landakolsspítala, hinn 12. júní þ. ár. Hann var orðlagður fiskimaður stundaði veiðar á skútum beztan hluta æfinnar. Banameinið var krabbi í lifrinni.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.