Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1939, Blaðsíða 3

Ægir - 01.10.1939, Blaðsíða 3
Æ G I R M Á N A Ð A R R I T F I S K I F É L A G S í S L A N D S 32. árg. j Reyltjavíkj—^okt^939____j Nr. 10 Ingi Bjarnason: Hráefni þangsins og nýting þeirra. Það má telja að þangiðnaður liefjist, er farið var að vinna kali úr þaraöskn. Lörigu seinna fundu menn joð í þangi, og leiddi það brátt til þess, að þang- brennsla varð nær eingöngu rekin vegna joðsins, en minna liirt um kalí-vinnsluna. Þangbrennsla liefir verið stunduð til skamms tíma, einkum í Frakklandi, Skotlandi og Noregi. Norðmenn fram- leiddu árið 1932 næstum 5 þúsundir tonn af þaraösku fyrir um 1,4 milljónir króna, en á síðustu árutti liefir þessi at- vinnuvegur nærri lagzt niður, þar sem joð hefir stórlega lækkað á heimsmark- aðinum. Astæðan fyrir þessu mikla verð- falli er sú, að nýlega liafa fundizt auð- ugar joðnámur í Rússlandi og Japan, í sambandi við olíunámur í löndum þess- um, en við það neyddist Chile-auð- hringurinn, sem um mörg ár hafði ráðið joðverðinu, að lækka það úr 35 kr. niður í um 10 kr. per kg. .Toðvinnsla úr þangi hefir eingöngu verið með þeim hætti, að fyrst hefir þangið verið brennt og joðið siðan verið unnið úr öskunni með kemiskum aðferð- um. Við öskunina fer mikið af joðinu forgörðum með reyknum, auk þess sem lífrænu efnasamhönd þangsins brenna þar algerlega til ónýtis. Menn liafa því lengi reynt að bæta þessa frumstæðu vinnsluaðferð, bæði með það fvrir aug- um að auka joðfenginn, og eins til þess að þyrma hinum lifrænu efnasam- böndum. Tilraunir liafa verið gerðar í þessu augnamiði, með því að reynt hefir verið að draga út joðið beint úr þang- inu, með upplausnarefnum. Þessar til- raunir liafa að vísu borið nokkurn á- rangur, en aðferð þessi aftur á móti revnzt svo kostnaðarsöm, að hún liefir ekki þótt borga sig með því verði, sem nú er á joði. Þegar þannig var komið, að joðvinnsla úr þangi engan veginn svaraði kostn- aði, tóku menn alvarlega að ihuga, hvort ekki væri möguleikar að liefja þang- vinnslu á öðrum grundvelli. Með kerfisbundnum rannsóknum á efnasamsetning sjóþörunga hefir á seinni árum náðst svo góður árangur, að áreiðanlegar efnagreiningar liggja nú fyrir yfir algengustu þangtegundirnar. Sum þau efnasambönd, er fundizt hafa í þarigi, eru þó enn ekki nægilega rann- sökuð, svo ekki er auðið að segja fyrir, Iwaða iðnaðarþýðingu þau kunna að hafa, og veltur þar auðvitað á rniklu, live auðvelt verður um vinnslu þeirra. Jurtafræðingar skipta þörungum niður

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.