Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1939, Blaðsíða 18

Ægir - 01.10.1939, Blaðsíða 18
232 Æ G I R Löndunartæki hjá síldarverk- smiðjum ríkisins á Sigluíirði og’ Raufarhöfn. Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins hefir á undanförnum tveimur árum margsinn- is sótt um leyfi til þess að setja upp lönd- unartæki við verksmiðjurnar á Siglu- firði, en ekkert orðið ágengt, fyrr en nú- verandi atvinnumálaráðherra, Ólafur Tliors, tók skörulega undir þessa heiðni. Síðastliðið sumar var rejmt nýtt lönd- unartæki hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði, og hlaut tæki þetta nafnið síldarbítur. Tækið er af nákvæmlega sömu gerð og tæki það, sem Sigurður Kristjánsson, alþm. lýsti í grein i 8. tölu- hl. Ægis þ. á. I grein Sig. Kr. kom fram, að hann taldi að tæki sem þetta hefði ekki verið reynt annarsstaðar hér á landi, en s. 1. sumar á Dagverðareyri, en svo var ekki, og leiðrétlist það hér með. Síldar- bíturinn hjá S.R. á Siglufirði reynd- ist ágætlega, eins og sá á Dagverðareyri. Löndun með síldarbítnum gekk lielmingi fljótar en með gömlu síldarmálunum, hjá þeim skipum, sem liöfðu nógu víð lestarop fyrir liið nýja áliald. Leit svo út, að með síldarbítnum mætti ná allt að þreföldum löndunarhraða frá því sem áður var, ef móttakan á hryggjunni gengi eins greiðlega og austurinn lijá bítnum myndi ganga, ef hábryggjurnar væru teknar burtu og losað á neðri hryggj- unum. Síldarbítur S.R. var að lengd 1,60 m og breidd 1 m. Lestarop skips þarf að vera 1,5 X 2 m, til þess að löndun geti gengið greiðlega. Þyngd bítsins sjálfs er 350 kg og rúmar hann 450 til 500 kg síldar. Nú hefir verið ákveðið að setja upp liina nýju síldarbíta fyrir næstu síldar- vertíð í 8 af 12 löndunarplássum S.R. á Siglufirði. Ennfremur að setja flutnings- bönd á allar bryggjur, er flytji síldina framan af bryggjunum og upp í þrærnar. Akveðið hefir verið að setja upp flutn- ingsbönd á hryggjur hinnar nýju síldar- verksmiðju á Raufarhöfn, en ekki hefir ennþá verið afráðið, livort þar verða settir upp löndunarkranar eins og á Djúpavík og Hjaltevri, eða samskonar síldarbítar og á Siglufirði. Nú eru því allar liorfur á, ef ekki steðja að óvænt óhöpp, að sjómenn losni næsta sumar, að mjög verulegu leyti, við hina erfiðu og sóðalegu vinnu við löndun bræðslusíldarinnar, sem verið hefir sann- kölluð þrælavinna. Löndunin mun auk ])ess ganga miklu greiðar en áður. Þessar umbætur á löndunartækjunum draga talsvert úr afgreiðslutöfum síld- veiðiflotans, sérstaklega vegna þess, að afköst Síldarverksmiðja ríkisins á Siglu- firði og Raufarhöfn verða samtimis aukin um 7 500 mál á sólarhring. Sveinn Benediktsson. Vitar og' sjómerki. Nýr viti. Við Hornafjarðarós, þar sem neðra dagsmerkið fyrir innsiglinguna inn ósinn stóð áður, hefir verið reistur lítill innsiglingarviti. Nbr. 64° 14', vl. 15° 12'. Vitahúsið er grár si- valur turn 4 m hár. Upp úr toppi hússins er stöng 0,8 m liá með þverslá, eins og innsigl- ingarmerkið var áður. Vitinn lýsir rautt yfir Hornafjörð fyrir vestan 206°, hvítt inn með Austurfjörntanga að norðan i 206° stefnu, grænt yfir Austurfjörutanga og Þinganessker, hvítt inn ósinn í stefnu 267° og rautt yfir Hvanney. Vitinn sýnir eitt leiftur 3. hverja sek. Sjónarlengd fyrir hvíta ljósið 6,4 sm., rauða 4,8 sm. og græna 3,7 sm. Hæð logans yfir sjó ca. 6 m. Logtimi 15. júlí til 1. júní. Vitahúsið, ásamt efra innsiglingarmerkinu, sem er óbreytt, er dagmerki fyrir innsigling- una inn ósinn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.