Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1939, Blaðsíða 5

Ægir - 01.10.1939, Blaðsíða 5
Æ G I R 219 nefnd verið, á aðgengilegan hátt úr þangi, myndu fljóílega skapast mögu- leikar til þess að nýta efni þetta til fleiri hluta, en hér liafa verið taldir; má i þvi sambandi benda á, að mannít mætti i mörgum tilfellum nota i kemiskum iðn- aði í slað glyserins. Um mannítmagn hrún- þörunga gildir liið sama og áður hefir verið hent á, að það er mjög hreytilegt eftir tegund og árstíðum; það er lægst á vorin en eykst stöðugt er á sumarið líður og næir liámarki i ágústmánuði, eða allt að 17% í suinurn tegundum. Fucoidin er seigfljótandi kvoðukennt efni og telst til sama efnaflokks og hlaup- efnin, sem unnin eru úr agar-agar og carragheen-þörungum (fjörugrösum). Efni þetta er enn of lítt rannsakað til þess að sagt verði um notagildi þess, en sennilega verður engum vandkvæðum bundið að skapa þvi markað á sama liátt og hlaupefni carragheen-þörung- anna, sem einkum er notað í matvæla- iðnaðinum og kostar um 5 kr. kg. Fucoi- din-innihald brúnþörunga er um 4—9%. Laminarin er kolvetnissamband, sem líkist mjög sterkju. Efni þetta inyndast í þörungunum yfir sumarið og er hin eiginlega forðanæring þeirra. Á iiaustin er laminarin-innihaldið þess vegna lang hæst, eða allt upp i 20%, en minnkar smátt og smátt er á veturinn liður og er óvera ein á vorin. Laminarin er það efni þangsins, sem mest fóðurgildi hefir, og verður þá ljóst, hversu óviturlegar þær ráðstafanir eru að drýgja heyin í liarðindum á vorin með nýteknu þangi, i stað þess að afla þess á haustin, þegar fóðurgildi þess er ólíkt meira. Úr lamin- arin eru möguleikar til að vinna þrúgu- sykur og alkóhól á sama liátt og efni þessi eru unnin úr sterkju, en livort slík vinnsla gæti haft hagnýta þýðingu er enn órannsakað. Þá liefir nú verið lýst nokkuð liráefna- þýðingu þangsins til iðnreksturs, en þar með eru ekki upptaldir allir möguleikar til nýtingar jurtagróðurs sjávarins. Frá fornu fari liafa sumar þangtegundir verið notaðar til manneldis, má i þvi sambandi minna á sölvaátið hér á landi. Þang hefir og löngum verið notað sem á- hurður og til skepnufóðurs. Áburðar- gildi þangsins hyggist einkum á hinu háa kalímagni þess, og er það þess vegna talið gott áburðarefni fjrrir kartöflur og aðra jarðarávexti, sem hafa meiri kali- þörf en annar jurtagróður. Kalísam- bönd þangsins liggja að mestu leyti fjæir í vatnsupplej'sanlegu ástandi og koma því að skjótum notum fyrir jarðveginn. Aftur á móti er köfnunarefnis- og fosfór- sýrumagn þangsins lágt og notast seint, eða ekki fyr en þangið hefir náð að rotna. Á seinni árum hefir verið tekin upp fóðurmjölsvinnsla úr þangi, og er nú eins og kunnugt er starfandi verk- smiðja hér á landi, sem framleiðir þang- mjöl. Það hefir hér að framan verið vikið að fóðurgildi þangsins í sambandi við kolvetnið, — laminarin, en auk þessa þýðingarmikla næringarefnis inniheldur þangmjöl um 7—8% af eggjahvitu og tiltölulega mikið af joði, sem auðvitað eykur gildi þess sem fóðurbætis. Loks skal hent á að sumar þangtegundir inni- lialda mikið af vitamin C, en of langt mál yrði að fara nánar út í það í grein þessari. Heimildarit: Tressler: Marine products of commerce. New York 1923. Guldbrand Lunde: Vár sjötang og dens industrielle utnyttelse. Teknisk Ukeblad nr. 16 — 1937. Ungewitter: Verwertung des Wertlosen. Berlin 1938.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.