Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1939, Blaðsíða 13

Ægir - 01.10.1939, Blaðsíða 13
Æ G I R 227 geta þess, að skonnortan „Skálanes", sem er 235 rúmk, var smíðuð fyrir 120 þús. kr. í Frakklandi árið 1931. „Skála- nes“ er enn bezta skipið í færeyska fiski- flotanum, og eitt af þeim fáu, sem hefir borið sig. Aftur á móti bafa öll nýbyggð skip frá dönskum skipasmiðastöðvum, að sárafáum undantekningum, orðið að skipta um eigendur, svo að þau kæmust niður í arðbært verð. A liverju þessara skipa bafa í fyrstu mnferð tapazt um 50 þús. kr. Það er skilj- anlegl, að það hlýtur að ganga seint með endurnýjun fiskiflotans, þegar skilyrðin fyrir endurnýjuninni eru þau, að liinn færeyski eigandi þarf að greiða 10—20 þús. kr. í sinn hlut af fyrsta óhjákvæmi- lega tapinu af skipinu. Jafnframt þó rikið tapi 30—40 þús. kr., er tapið þannig mjög tilfinnanlegt fjæir liið færeyska þjóðfé- lag. Styrkur ríkisins til endurnýjunar fiskiflotanum er þess vegna í rauninni styrkur til danskra skipasmíðaslöðva, og í þeim stvrki tekur sá Færeyingur drjúg- an þátt, sem fórnar sér í nokkur ár til þess að vera „eigandi“ þessara dýru, nýju skipa. Færeyskar fislcveiðar liafa — að undanteknum fáeinum árum eftir alda- mótin, þegar skúturnar seldu töluvert af nýjum fiski á enskan markað — ein- göngu vei'ið bvggðar á saltfisksfram- J.eiðslu. Saltfiskframleiðslan boi'gaði sig vel til að byi’ja með, sem sést á því, að auk þeirra mörgu skipa, sem keypt voru árin 1890 1928, Iiafa byggðirnar á sama tíma al- gei'lega skipt um svip, litlu, gömlu liúsin bafa að mestu leyti rýmt fyrir nýjum, rúmgóðum húsum, og sparifé óx með úri liverju. Þelta getur virzt merkilegt, þegar það er hugleitt, livað vorvertíðarlilutur- inn befir verið lílill rnörg undan farin ár, eða 5—600 kr. bjá skútumönnum, og 700 —1000 kr. lijá þeim, er veiða á skonnort- um. Fjölskyldurnar bafa j>ó komizt nokk- urnveginn af, og margar vel, stafar það fyrst og fremst af því, að þjóðin hefir í lieild lifað spart og nægjusamlega, og að næstum allur fiskurinn befir verið fluttur út þurrkaður, og við það befir útflutn- ingsverðmætið aukizt verulega og lieima- fólk fiskimanna aflað sér talsverðra tekna í verkalaunum við fiskþurrkun. Þess utan gáfu fiskveiðarnar á heima- miðum á vetrum nokkrar tekjur. Þetta ástand er nú alveg brej'tt. Spánn, sem var aðalkaupandi saltfisksins, sem er gæðavara og sem eklci er liægt að selja á ódýrum mörkuðujn án lialla, lxefir um langt skeið lítið getað keypt vegna borg- arastvrjaldarinnar. í stað þess, að árið 1935 var þurrfiskur fluttur út fyrir 6 457 þús. krónur og blautfiskur fyrir aðeins 566 þús. kr., þá var lilutfallið milli verk- aðs og óverkaðs fisks svo að segja alveg' öfugt árið 1937. Þá voru flultar út 8 968 smál. af þurrfiski, en 11 326 smál. af blautfiski. Ofan á þetta markaðstap hef- ir svo bætzl aflaleysi, svo að tekjur fiski- mannanna liafa sarna og engar orðið á siimuin skipunum og beimafólk þeirra hefir lieldur engar tekjur. Yegna þess- ara orsaka befir verið bræðilegt ástand undanfarin ár og svo er enn. Þá má minna á það, að ekki er liægt að lifa eins ódýrt í Færevjum og áður. Mörg sveitarfélög slofnuðu til skulda á verðbólgulímanum, svo að skattabvrgðin er viða allt of þungbær. Árið 1937 var samanlagt skattaálag í Þórsböfn (til sveitarsjóðs) 256 þús. kr., en í byggðun- um 774 þús. kr. Þetta er liá uppliæð, þeg- ar liún er boi’in saman við samanlagt útflutningsverðmæti sjávar- og landbún- aðarafurða. Til samanburðar má benda á, að vangoldnir skattar í byggðunum voru 774 þús. kr. 1. jan. 1937, eða jafn mikið og eins árs skattur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.