Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1939, Blaðsíða 16

Ægir - 01.10.1939, Blaðsíða 16
230 Æ G I R Erlendar fréttir. Italski fiskiflotinn. ítalir eiga.nú 105 gufuskip, sem stunda fisk- veiðar, 126 vélskip, 108 seglskip með stórum vélum og 998 seglskip með hjálparvélum. Auk jiess eiga þeir ógrynni af litlum bátum, bæði með vélum og vélalausum. Alls er talið að 75 574 menn hafi atvinnu beint og óbeint við fiskveiðarnar, og eru þar af 25 837 reglulegir fiskimenn. Piskniðursuðuiðnaðurinn í Þýzkatandi 1938. Um síðustu áramót voru í Þýzkalandi 784 stórar og smáar niðursuðuverksmiðjur fyrir fiskafurðir. í þeim voru 4 722 reykingarofnar og 1 359 ofnar til að steikja í. Hafði fjölgað um 78 verksmiðjur á árinu og 300 reykingar- ofna. 1 fiskniðnrsuðniðnaðinum unnu 19 588 manns, þegar flest var, og voru þar af 4 147 karlmenn og 15 441 kona. En þegar minnst var að gera, sem var í lok mai, var alls í þcssum iðnaði 14 086 manns. 1 vinnulaun voru greidd yfir árið 25,3 milljónir ríkismarka, og er það 2 milljónum rikismarka meira en 1937. Á þessu má marka glöggt, að fiskniðursuðuiðn- aðurinn í Þýzkalandi liefir ekki verið orðinn neitt smáræði. brezki togaraflotinn. í byrjun þessa árs áttu Bretar 1 679 togara og var áhöfn þeirra alls talin 20 500 manns. Undanfarin ár hefir togaraflotinn brezki not- að að meðaltali 3 500 þús. smál. af kolum ár- lega. Árstekjur allra togaramanna i Bretlandi hafa verið að meðaltali um 4 milljónir £, eða 106 milljónir isl. krónur, miðað við núver- andi gengi. Gömul skip. í norska blaðinu „Fiskaren“ er sagt frá þvi, að kosin liafi verið nefnd í Færeyjum, til þess að athuga möguleika fyrir þvi að A'átryggja alla opna fiskibáta. Þessi nefnd á að liafa sagt, að Færeyingum væri hin mesta nauð- syn á að endurnýja flota sinn, þvi að helm- ingurinn af honum er þegar 50 ára gamall. Góð veiði við Grænland. Við Grænland var ágætisveiði í sumar, og telja Færeyingar að þeir hafi ekki aflað að meðaltali á skip jafn mikið síðan 1925, eða fyrsta sumarið, sem þeir stunduðu veiðar þar norður frá. Þýzkt blað hættir að koma út. Siðastliðin tvö ár hafa Þjóðverjar gefið út stórt og mikið hlað, er þeir nefna „Deutsche Fischerei Rundschau“. Blað þetta er nú hætt að koma út. Hefir verið tilkynnt, að það verði lálið liggja niðri þangað til stríðinu sé lokið. Stór hákarl. Nokkrir fiskimenn, er voru á veiðum í Adríuhafi, fengu nýlega hákarl í netið sitt, sem vóg 3 smálestir. Urðu þeir að fá upp undir 100 manns, til þess að hjálpa sér við að ráða niðurlögum á þessu ferliki. Hákarlinn var sendur á náttúrugripasafnið í Belgrad. I’ólsku síldveiðiskipin, er voru á veiðum þegar striðið brauzt út, leituðu öll hafnar í Hollandi. Heyrzt hefir að komið hafi til mála að flytja þau til Englands og sameina þau brezka fiskiflotanum. Boðskapur Iíretakonungs til farmanna og fiskimanna. Skömmu eflir að stríðið skall á sendi Breta- konungur fiski- og farmannastétt Bretlands eftirfarandi hoðskap: ,,Á þessum alvarlegu tímum leyfi ég mér að láta i ljós traust mitt á öllum yfirmönnum sem óbreyttum liðsmönnum á hrezka kaup- skipaflotanum og hrezka fiskiflotanum, fyrir að hafa ótrauðir tekið þá ákvörðun að eiga veigamikinn þátt í vörn landsins. Ég vildi mega segja við sérhvern ykkar: Starf ykkar er ekki þýðingarminna fyrir til- veru þjóðarinnar heldur en það, sem sjóhcr og lofther hefir verið falið að inna af hönd- um. Þjóðin treystir nær einfarið á ykkur, hvað snertir öflun matvæla og hráefna og einnig livað við kemur flulningum herliðsins yfir hafið. Þið eigið langa og dásamlega sögu, og ég er hreykinn af að bera titilinn „Verndari kaupskipa- og fiskiflotans". — Ég veit, að þið munuð gera skyldu ykkar með einbeitttni og hugprýði og hið riddaralega starf, sem þið eruð kallaðir lil að inna af höndum, er ör- uggt í ykkar forsjá. Guð styrki ykkur og verndi i hinu mikil- væga starfi ykkar,“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.