Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1939, Blaðsíða 11

Ægir - 01.10.1939, Blaðsíða 11
Æ G I R 225 Fiskveiðar Færeyinga og Danir. Nýlega er komin út bók nokkur á islenzku. er heitir Danmörk — Færeyjar — Grænland, og er ávarp frá skipstjóra- og stýrimannafélagi Færeyja. Er þar lýst útgerð Færeyinga við Grænland og ljóslega bent á hverrar aðbúðar jieir njóta við þær veiðar og jafnframt hvern- ig danska stjórnin hefir þráskallast að verða við réltmætum kröfum um að bæta aðstöðu Færeyinga við Grænland. Eru Færeyingar sár- óánægðir við Dani út af stirfni og skilnings- leysi þeirra á öllu því, er viðkemur veiðum Færeyinga við Grænland. Telja þeir að Græn- landsveiðarnar gætu orðið miklu arðvænlegri, ef Danir vildu leyfa þeim að veiða í landhelgi og hafa aðgang að fleiri stöðum í landi en þeir hafa nú. — í bókinni er einnig að finna nokkr- ar frásagnir um viðskipti Færeyinga við græn- lenzku lögregluna og Grænlendinga. Kennir þar margra grasa og þykjast Færeyingar hart leiknir. Enginn efast um það, nema senni- lega Danir, að Færeyingum er það hin mesta nauðsyn, að þeim sé gert eins auðvelt að stunda Grænlandsveiðarnar og frekast er kost- ur. —- Þess fær maður ekki dulist við lestur þessarar bókar, að Færeyingar hafa tilhneig- ingu ti! að lita á Grænlendinga eins og Stór- Daninn lítur á Færeyinginn. í bók þessari er kafli uin fiskveiðar Fær- eyinga almennt. Vegna þess að íslendingar munu ýmislegs vísari við leslur hans, er hann birtur hér í heilu líki. Þar sem að bókin hefir verið þýdd á smánarlega íslenzku, verður setn- ingaskipun og orðaröð hnikað til, eftir því sem þurfa þykir. Núna eru fiskveiðafnar sú atvinnu- grein í Færeyjuni, sem langmest ber á. Árið 1935 var verðmæli saltfisksfram- leiðslunnar kr. 7 262 þús., en hinsvegar voru landbúnaðarafurðir fluttar út fyrir aðeins kr. 138 þús. Þannig liefir það þó ekki alltaf verið. Allt fram til 1856 rak danska ríkisstjórnin einokun þar, eins og nú í Grænlandi og var landltúnaður þá aðalatvinnuvegurinn. Eftir að verzlunin var gefin frjáls hefir fólksfjöldinn marg- faldast (frá ca. 8 000 til ca. 27 000). Ná- lægt því sami fjöldi lifir nú á landbúnaði og á einokunartimabilinu. Hinn mildi fjöldi, sem umfram er, fæst við fiskveið- ar. Fiskveiðar voru einnig stundaðar á einokunartímabilinu, en aðeins á litlum opnum bátum, og fiskveiðarnar voru þá aðeins lijáverk, sem bændurnir unnu á- samt búskörlum sínum. Fyrst eftir að byrjað var að slunda fiskveiðar liéðan á hafskipum, hafa orðið efnalegar framfarir á liögum hins jarðnæðislausa hluta ihú- anna, sem smárn saman liefir farið örl vaxandi, framfarir, sem hafa aukizt stig af stigi fram á síðustu ár. Fyrstu skúturnar, sem liingað voru keyptar, voru um 40 rúml. Þegar fram liðu stundir var farið að kaupa fleiri og stærri skútur, en ekki var það fyrr en á síðasta tugi 19. aldar, að skútuflotinn hér fór verulega að aukast. Það voru ensku skúturnar, sem þá voru keyptar, en þær voru flestar 70—100 rúml. að stærð og ódýrar i innkaupum, eða um 8 þús. kr. Þessar skútur voru gerðar út með 12-- 14 mönnum og fengu þeir að jafnaði vfir sumarið 4—500 króna tekjur. Nú eru fiskveiðar slundaðar með 20 manns á mörgum þessum sömu skipum, en þar scm skúturnar gátu borið sig með 12 ]>ús. kr. afla árin fyrir aldamótin, þarf nú 35 —40 þús. kr. lil að ná jöfnuði, og þó fær liver háseti ekki meira til lilutar að með- altali en 6—700 krónur, sem er langt frá því að vera nóg til að bjargast á, þegar litið er á núverandi verðlag á lifsnauð- synjum. Ef athugaðar eru skýrslur um fær- eyskar hafskipaveiðar árin 1911—1937, þá sér maður að afJ.inn hefir stöðugt auk- izt fram til ársins 1919, en þá ná fiskveið- arnar liámarki livað verðmæti snertir, og fekksl þá fyrir saltfiskinn alls 13 132 þús. kr. Og þó eiga hin sérstæðu góðæri 1918

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.