Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1939, Blaðsíða 8

Ægir - 01.10.1939, Blaðsíða 8
222 Æ G I R Innan þessa svæðis teljast ekki veiðar liyrj- aðar, nema því aðeins að þær séu stundaðar yfir 12 klukkustundir. Áhættuþóknunin er 250% og miðast við kr. 232.00 mánaðarkaup á togara, sem stundar veiðar og siglir með aflann, og kr. 270.00 mánaðarkaup á togara, sem eingöngu kaupir fisk eða er leigður til flutninga. 2. gr. Skipverjar þeir, sem þetta samkomu- lag nær til, eru tryggðir fyrir kr. 15 000.00 fyrir dauða eða örorku af völdum ófriðar eða af ósönnuðum orsökum um fram hina lög- boðnu ríkistryggingu. 3. gr. Þeir, sem ekki sigla til útlanda á tog- ara, sem veiðir, miðað við 17 manna áhöfn (samkv. fyrri samningum), skulu halda mán- aðarkaupi sínu. Það skal á valdi skipstjóra, hve margir sigla, þó ekki færri en 12. Gert er ráð fyrir, að þeir, er fiskveiðar stunda, sigli til skiptis. 4. gr. Skipstjón af völdum ófriðar telst falla undir ákvæði 41. gr. sjómannalaganna. 5. gr. Samkomulag þetta gengur i gildi frá undirskriftardegi, og getur hvor aðili sagt þvi upp með 30 daga fyrirvara." Þelta samkomúlag nær aðeins til þeirra manna, sem eru í sjómannafélögum, þ. e. a. s. háseta og kyndara. En um likt leyti komst á samkomulag við malsveina, vélstjóra, loft- skeytamenn og skipstjóra. Farið var fram á það við ríkisstjórnina, að sú viðbót, er áhættuþóknunin gerði við kaup skipverja, yrði skattfrjáls. Féllst ríkis- stjórnin á að helmingurinn af því kaupi, sem þeir fengju sem áhættuþóknun, yrði undan- þegin skatti. Stærsta fljótandi niðursuðuverksmiðja heimsins. í ágústmánuði síðastliðnum tók til starfa stærsta niðursuðuverksmiðja heimsins, er vinnur á hafi úti. Verksmiðjuskip þetta heitir „Ogontz“ og á að notast vestur við Iíyrra- hafsströnd og er eign The Intercoastal Pack- ing Co. í Seattle. Skip þetta er 401 fet á lengd ineð 2 500 hestafla vél. Það getur alls borið um 200 þús. kassa af niðursoðnum laxi. Við verksmiðjuna sjálfa vinna 200 manns, en auk þess er skips- höfnin og fiskimcnnirnir, sem eru 40. Lög’veðsréttur í skipum samkv. lög'um nr. 27, 1938. í 31. gr. ofangreindra laga segir svo: „Vátryggingarfélag hefir lögveð í skipi fyrir skoðnnarkostnaði og vátryggingar- gjöldum, þó eigi fyrir lengra tímabil en eitt ár frá gjalddaga þeirra að telja.“ í frumvarpinu var lögveðsrétturinn á- kveðinn 2 ár, sem þótti hagkvæmt sam- kvæmt fenginni reynslu i þessu efni, en Alþingi stytti tímann um helming. Forstjórar tryggingarfélaganna, sem stofnuð voru og starfa samkvæmt fyrgr. lögum, svo og bátaeigendur, munu hafa iliugað það nokkuð hvernig þetta lög- veðsákvæði verki i framkvæmd, en ég hefi orðið þess var, að menn gera sér yfir- leitt ekki ljóst, hversu þetta ákvæði er at- hugavert. Þar sem félögin verða að standa skil á endurtryggingariðgjöldum, enda þótt ið- gjöldin kunni alveg að tapast vegna þess, að lögveðsréttar var ekki neytt, er það ljóst, að félögin verða að gæta þess vel, að sá réttur tapist ekki. Þar sem það mun vera ríkjandi skoð- un, að uppboð þurfi að liafa farið fram áður en ár er liðið frá gjalddaga iðgjalds, er Ijóst, að hér verður að vera vel á verði. Styzti tími til athafna jTrði því 2 mánuðir, eða 10 mán. eftir gjalddaga, en ef bátur væri ekki heima, þegar lögtak ætti að gera og senda þyrfti lögtaksbeiðni i ann- að liérað, þyrfti að lengja þennan tíma um allt að helmingi, til þess að öruggt væri að liafa lokið öllmn réttargerðum á tilteknum tíma. Af þessu leiðir það aftur á móti, að lög- taks þvrfti að krefjast, þegar liðnir væru 7—8 mánuðir frá gjalddaga fyrsta ó- greidds ársfjórðungsgjalds. Eins og nú er ástalt um hag bátaút- gerðarmanna og rekstrarafkomu bátanna,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.