Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1939, Blaðsíða 6

Ægir - 01.10.1939, Blaðsíða 6
220 Æ G I R Verksmiðjan á Akranesi. Síðasta dag septembermánaðar aflienti vélsmiðjan „Héðinn“ Síldar- og fiski- mjölsverksmiðju Akraness í hendur stjórnar verksmiðjunnar. Það mun liafa verið á öndverðu ári 1930, að lekið var að lireyfa því máli á Akranesi, að reisa þar síldar- og fiski- mjölsverksmiðju í sambandi við lýsis- bræðslu, sem talið var óumflýjanlegt að koma á stofn þá á næstunni. Snemma bausts það sama ár kaus hreppsnefndin 3 menn til þess að athuga og gera tillög- ur um, livað iiægt væri að gera til þess að efla atvinnumál kauptúnsins. Nefnd þessi skilaði síðan áliti rétt undir árarnót- in. I áliti sínu bendir nefndin á þá nauð- svn, að menn geri sér meira verðmæti úr þorsklifrinni heldur en enn sé gert, og jafnframt að bagnýta betur en verið hafi allan fiskúrgang. Jafnframt er bent á þá möguleika, að máske verði unnt að lengja starfstima bátanna, með því að láta þá stunda síldveiðar, er byggist á síldar- bræðslu. Með þessar forsendur að baki telur nefndin nauðsyn á að koma upp sildar- og fiskimjölsverksmiðju samhliða lýsisbræðslu. Eru i álitinu ýtarlegar at- huganir viðvikjandi stofnun slíkrar verk- smiðju og rekstri liennar. Þegar álit þetla var fram komið, var byrjað að vinna að framkvæmdum og tók vélsmiðjan „Héðinn“ að sér að koma upp verksmiðjunni. Gekk það fljótt og vel fyrir sig, og hefir verksmiðjan nú starfað 2 undanfarnar vertíðir og ekki orðið að minna liði en menn gerðu sér vonir um í fyrstu. „Yerksmiðjan stendur traustum fótum á bezta stað í bænum, og malar bæði malt og salt,“ sagði Ólafur B. Björns- son í ræðu, sem hann hélt, er verksmiðjan var afhent. Bjarni heitinn Þorsteinsson forstjóri í „Héðni“ liafði alla umsjá með byggingu verksmiðjunnar, og má fyrst og fremsl

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.