Ægir - 01.08.1946, Síða 12
202
Æ G I H
Ur skýrslu
fiskveiðanefndar F. A. O. í Quebec.
ú....................................................................Ú
Á ráðstefnu þeirri, sem haldin var i Hot Spring 1943, var fijrir atbeina
Roosevelts Bandarikjaforseta komið á fót stofnun, er á ensku kallast „Food
and Agricultural Organisation“ og gengur jafnun undir skammtöfuninni
F. A. 0. Þessi matvæla- og landbúnaðarstofnnn hélt ráðstefnu i Quebec í
Iíanada seint á ári (okt.—nóv.) 1945. Thor Thors sendilierra mætti þvr
sem fulltrúi fgrir hönd Islands, og var hann kosinn formaður nefndar
þeirrar, er fjallaði um fiskveiðimálefni. F. A. 0. efndi til ráðstefnu nú í
september og að þessn sinni í Kaupmannahöfn. Davið Ólafsson fiskimála-
stjóri mætti þar sem fulltrúi íslands.
Grein sú, sem hér fer á eftir, er lauslcg þijðing af hluta úr skýrslu
þeirri, er sjávarútvegsnefndin á F. A. 0. i Quebec samdi.
☆.........................................—..........................☆
Eftir heimsstyrjöldina fyrri urðu miklar
iramfarir í niðursuðuiðnaðinuin. Vegna
aukinnar lækni var hægt að framleiða holl-
ari niðursuðuvörur og vegna hetri vélaút-
búnaðar var hægt að afkasta meira hverja
vinnustund. Einkum átti þetta við þá grein
iðnaðarins, er sauð niður lax.
Á sama tíma varð óhægra um öflun hrá-
el'na vegna ákvarðana um l'riðun á fiski. En
þar sem niðursuðuverksmiðjum fjölgaði
stöðugt jókst samkeppnin um liráefnið.
Þessi samkeppni hafði í för með sér nýjar
endurbætur á veiðarfærunum. En óhjá-
lcvæinileg afleiðing þess var stytting veiði-
límans. Það hafði aftur í för með sér, að til-
kostnaðurinn var of mikill miðað við lengd
veiðitímans. Samtimis verkaði samkeppnin
um hráefnið í öðrum hlutum heims þannig,
að verðið féll á vörunni fullunnri. Vegna
alls þess, sem hér hefur verið nefnt, var
nauðsynlegt fyrir niðursuðuiðnaðinn að
koma við frekari sparnaði, en því varð lielzt
komið i kring með því að fá hraðvirkari
vélar, er færri menn þurfti að vinna við en
þær eldri.
Mikil framför átti sér stað í meðferð á
nýjum og ísuðum fiski, þegar byrjað var á
að flaka fiskinn. Áður fyrr var mestur liluti
fisksins sendur á markað flattur eða í heilu
líki. En með því að flaka fiskinn fær neyt-
andinn einungis heinlausan hita. Upphaf-
lega voru flökin flutt lít ísuð, en síðan
hyrjuðu menn á að frysta þau, setja þau í
sérstakar umbúðir og senda þau á markað
með kæluskipum. Margir urðu til að taka
npp þessa nýju framleiðsluaðferð. Fyrir at-
beina matsölustaða og bæjarmötuneyta
reyndist auðvelt að auka markaðinn fyrir
jjessa framleiðslu. Flutningskostnaðurinn á
þessari vöru var að tiltölu lægri en á öðrum
vörutegundum, þar sem eingöngu var uni
jnat að ræða. Úrganginum var safnað saman
á sérstaka staði, þar sem liægt var að vinna
ur honum fiskmjöl og olíur.
Þessi iðnaður jókst að ráði á árununi
milli styrjaldanna. Fiskmjöl var þá farið
að nota sem skepnufóður, en það hafði áður
aðeins verið notað til áburðar. Þar sem fisk-
mjöl hefur að geyma all mikið af eggja-
hvítuefni ásamt ýmsum steinefnum, er það