Ægir - 01.08.1946, Síða 33
Æ G I R
228
Fa
rþegatryggingar
í lofti
og legi.
Fiskveiáaréttindi Japans
á rússneskum hafsvæðum.
í I. hefti danska timaritsins „Ökonomi og
holililt1* árið 1945 birtist útdráttur úr grein,
er snertir fiskveiðaréttindi Japana á rússn-
eskum yfirráðasvæðuitt. í kafla, sem heitir
..Japan og Rússland“ segir meðal annars:
Meðal þeirra ákvarðana, sem voru' í
i'ússnesk-japanska sáttmálanum, er gerður
var 1925, var Japan veitt þýðingarmikil
fiskveiðaréttindi á fiskveiðasvæðum við
Austur-Síberíu. Þessar ákvarðanir gengu
1 gildi með fiskveiðasáttmálanum, sem
gerður var í Moskva 23. janúar 1928 og áttu
;ið gilda til 27. maí 1936. En á þessu tíma-
bili, eða í desember 1931, vék Japan frá
gullgengi og verðrýrnun japanska vensins
hafði í för með sér fjárhagslegt tap fyrir
Sovetríkin. Vegna þessara aðgerða fóru
Rússar fram á skaðabætur við Japana, en
þeim var hafnað. Á þessum árum myndað-
isl sama ástand í fiskveiðum heimsins og í
olíuframleiðslunni, þ. e. a. s. að fiskiðnaður
Rússa óx hröðum skrefum, og árið 1935 var
Rússland orðið mesta fiskveiðaþjóð heims-
ins, að Japönum undanskildum. Hlutdeild
Rússa í þeim afla, sem þeir veiddu á fiski-
slóðum, er voru sameiginleg fyrir þá og
Japani, óx úr 12,7% 1928 í 44% 1934. Jap-
anir byrjuðu þá að skoða Rússa sem hættu-
legan keppinaut um framtíðarmarkað fyrir
niðursoðið fiskmeti. í nóvember 1936 gerðu
þessar þjóðir þó með sér sáttmála, sem þótti
harla einkennilegur. Hann átti að gilda í 8
ár. En einmitt í sama mund og þessi samn-
ingur átti að fá staðfestingu varð Ijóst um
andkommunistiska samkomulagið, er Jap-
anir höfðu gert við Þjóðverja. Það hafði
þau áhrif, að Rússar neiluðu að skrifa
undir fiskveiðisáttmálann, en gengu hinS
vegar inn á að framlengja um stundar sakir