Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1947, Blaðsíða 7

Ægir - 01.07.1947, Blaðsíða 7
Æ G I R 189 Anulís PorbjaniardóUir fulllrúi. i’i'; Matthías leiddi hugmynd sina um út- gál'u fiskveiðirits í tal við Schack, en hann var henni svo hlynntur, að Matthías sá, að annað hvort var að hrökkva eða stöklcva, Jiótt hann yrði að hafa allan veg og vanda af ritinu. „Gerðu tilraun, þótt ekki sé nema með eitt blað og sjáðu hvernig fer,“ hafði Schack sagt við hann. Matthías arkaði því upp í Gutenberg og hafði tal af I’orvarði Þorvarðssyni prentsmiðjustjóra, en Gutenberg var þá nýlega tekin tjl starfa. I’að varð að samkomulagi milli þeirra Matthíasar og Þorvarðs, að Gutenberg prent- ;tði eitt arkarblað á mánuði, og skyldi Matt- hías að fullu standa i skilum við prent- smiðjuna, þá er þrjú hlöð væru komin út. Að svo búnu fór Matthias til Guðmundar Gamalíessonar og fékk hann til að taka að scr afgreiðslu blaðsins, en Guðmundur hvatli til að reyna að ná í auglýsingar i hlaðið. Þegar Matthías kom um horð í • Heklu“ og Schack frétti, hverju Matthias hafði áorkað, var hann hinn ánægðasti og hauð honum sérstakt ritstjóraherbergi. Þahn 10. júí 1905 var fyrsta tölublaðið af Ægi prentað í Gulenberg og þar með hófst ganga fyrsta fiskveiðitímarits íslend- inga. Næstu tvö árin var Matthías á „Heklu“ <>g var því oft langdvölum að heiman. Hann varð því að fá menn til þess að aðstoða sig við ritstjórnina, einkum við prófarkalestur. Helztir urðu tii þess Bjarni Jónsson frá Vogi, Halldór Jónasson, Matthias Þórðar- son fornminjavörður og Björn Þórðarson, siðar lögmaður, hróðir Matthíasar. Allir þessir menn skrifuðu nokkuð í ritið nema Björn. Matthías hafði góða aðstöðu til að út- hreiða ritið, einkum út um land, því að hann kom þar víða meðan hann var á „Heldu“. Einkum náði ritið úthreiðslu aust- an- og norðanlands. Hins vegar varð bon- um ekki sá styrkur i félagsmönnum „Öld- unnar“, sem hann hafði búizt við. Geir Sigurðsson skipstjóri léði því mest lið og með ýmsu móti. Sæmilega gekk að fá aug- lýsingar, en lítið mundi það þykja nú, sem greitt var fyrir þær. T. d. fékk Matthías heilsíðu auglýsingu frá Otto Mönsted i Kaupmannahöfn og var greitt kr. 60.00 fvrir að birta hana tólf sinnum. Fyrsta árið var halli á ritinu, þótt Matthías reiknaði sér 'ekkert fyrir sinn snúð. Siðar gat liann reiknað sér örlítið kaup, 100—200 krónur á ári, enda var Fiskveiðasjóður þá farinn að styrkja útgáfu blaðsins örlítið. í júlímánuði 1909 hætti Ægir að koma út og stóð svo þangað til í byrjun árs 1912. Astæðan til þess, að litkoma ritsins féll nið- ur þennan tima, var sú, að Matthias var þá búsettur suður í Sandgerði og liafði þar svo mikil umsvif, að honum vannst eigi timi lil ritstarfa. Þegar Fiskifélag íslands var stofn- að, var þegar ákveðið, að það gæfi út tíma- rit og faslmælum hundið, að það tæki við úlgáfu Ægis. Fyrslu tvö árin, sein ritið var

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.