Ægir - 01.07.1947, Síða 28
210
Æ G I R
Hagnar Jónsson,
Itafnai firdi.
FramluiWl af síöu 207.
slöðvuni við Flóann. Mest voru farnir 88
róðrar (95) á vertíðinni og skiptast þeir
])unnig eftir ninnuðum: Janúar 12, febrúar
24, marz 29, apríl 19 og 4 í maí.
Framan af vertíðinni var afli heldur
Iregur. Nokkrir bátar reru ]>á vestur undir
Jökul og fengu þar góðan afla, en tvo daga
voru þeir í róðrinum.
V/b Björg frá Eskifirði og Hafbjörg úr
Hafnarfirði fengu mestan afla. Afli Bjarg-
ar varð 605 smál. af fiski og 39 þús. 1 af
lifur i 76 róðrum, en afli Hafbjargar varð
604 smál. af fiski og tæplega 42 þús. 1 af
lifur í 88 róðruiu. Skipstjóri á Björgu er
Þórlindur Magnússon frá Eskifirði, en á
Hafbjörgu Ragnar Jónsson í Hafnarfirði.
Á vertiðinni 1946 fékk aflahæsti báturinn
756 smál. af l'iski og um 48 þús. 1 af lifur
i 95 róðrum.
Afli sá, sem á land kom í Hafnarfirði á
vertíðinni, nam um 7945 smál. af fiski og
555 þús. 1 af lil'ur.
Heiinildarmaður: Jón Halldórsson, utgerðar-
nviður i Hafnarfirði.
Reykjavík.
Hvergi á landinu hefur vélbátaúlgerð
farið eins í vöxt á undanförnum árum sem
i Reykjavík. A síðastl. vertíð tvöfaldaðist
tala þeirra vélbáta, sem reru frá Reyltjavik,
miðað við vertíðina 1946, og er þar því orð-
in stærsta vélbátaverstöð landsins, að
5'estmannaeyjum undanskildum.
Að þessu sinni stunduðu 16 bátar línu-
veiðar, og hóf belmingur þeirra veiðar í
janúar, cn hinir í febrúar, að þremur und-
anskildum. Fjórir af bátum þeim, seni
linuveiðar stunduðu, voru aðkomnir. Línu-
veiðum lauk í fyrstu viku maímánaðar.
Mest voru farnir 77 (76) róðrar með línu,
og skiptist róðrafjöldinn þannig eftir mán-
uðum: Janúar 7 (10), febrúar 25 (17),
marz 26 (23), apríl 15 (21) og maí 4 (5).
Eins og róðrafjöldinn gefur til kynna, voru
gæftir yfirleitt góðar, eða svipaðar og 1
öðrum veiðistöðvum við Faxaflóa.
Afli var naúmlega í meðallagi. Af línu-
bátunum fékk v/b Dagur mestan afla, 468
smál. af fiski og um 31 þús. lítra af lifur í
78 róðrum. A vertíðinni 1946 fékk afla-
Jiæsti línubáturinn 605 smál. af fiski og
35 þús. 1 af lifur í 76 róðrum. — V/b Dag-
ur er eign hlutafélagsins Dags í Reykjavík,
en skipstjóri á honum er Annilíus B. Jóns-
son úr Reykjavík.
Fyrstu tvo mánuði ársins stunduðu
flestir hinna stærri báta úr Reykjavík,
sem ekki voru á línuveiðum, síldveiðar í
berpinót eða botnvörpu. Var sá fengur
óvenjulegur, en alls aflaðist um 12000 smál-
af síld í nánd við Reykjavík. — Þegar síld-
veiðunum lauk tóku bátarnir til við botn-
vörpuveiðar, en alls stunduðu 15 bátar þær
veiðar, en 4 árið 1946. Mestan afla af botn-
vörpubátunum fékk v/b Marz, alls um 406
smál. af fiski og' um 20 þús. I af lifur. A
vertíðinni 1946 féldc aflahæsti botnvörpu-
báturinn 264 smál. AIIs kom á land af
Reykjavíkurbátum á þessari vertíð um
9230 smál. af fiski (auk síldar) og 579 þús.
lítrai' af lifur. En á vertíðinni 1946 5345
smál. af fiski.
Heimildarmcnn: Utgcrðarmenn í Reykjavik.
Akranes.
Frá Akranesi reru 22 bátar síðastliðna
vertíð og er það sami bátafjöldi og á ver-
tíðinni 1946. Einn af þessum bátum gat
ckki byrjað róðra fyrr en í marzlok, en það
var „Böðvar“, hinn nýi og' stóri bátur Har-
aldar Böðvarssonar & Co.
Vertíð hófst 6. janúar og slóð yfir lil 15.